Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Unglingalandsmót í Borgarnesi 2016

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina.  Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár verður mótið haldið í Borgarnesi.

Unglingalandsmótið er öllum opið á aldrinum 11 – 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Skráning á mótið hefst 1. júlí 2016 og lýkur um miðnætti laugardaginn 23. júlí.

Mótsgjald er kr. 7.000.- á hvern einstakling 11 – 18 ára sem skráir sig til keppni. Greiða þarf gjaldið til að geta klárað skráningu. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en þó geta þeir tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á.

Hvetjum sem flesta til þess að taka þátt í hinum ýmsu greinum sem eru í boði. Ekki er nauðsynlegt að vera með fullmannað lið því hægt er að skrá einstakling og verður þá viðkomandi fundið lið til að keppa með. Skemmtilegt fyrirkomulag sem gefur krökkum kost á að prófa hina ýmsu greinar og kynnast krökkum á sama aldri.

Hjá Snæfelli á að stofna körfuboltalið undir merkjum félagsins og verið er að skoða frjálsíþrótta- og fótboltalið sömuleiðis.

Nánari upplýsingar um Snæfellsliðin veita:

Magnús mib@simnet.is, Gísli gislipalsson82@gmail.com  og Kári kpo@simnet.is

Hvað aðrar greinar varðar er hægt að hafa samband við Ingólf hjá UMFI á netfangið ingolfur@umfi.is eða í síma 847 6287 milli kl. 16.00 og 18.00. 

Keppnisgreinar:

Bogfimi

Frjálsar íþróttir

Glíma

Golf

Hestaíþróttir

Hjólreiðar

Knattspyrna

Körfubolti

Motocross

Ólympískar lyftingar

Skák

Skotfimi

Stafsetning

Strandblak

Stærðfræði

Sund

Tölvuleikur

Upplestur