Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Unglingalandsmót

20. unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. 
Keppendur HSH voru 19 að þessu sinni og gekk þeim prýðilega á mótinu. Okkar fulltrúar kepptu flestir í körfubolta og fótbolta. Í körfunni voru okkar keppendur í liðum sem tóku gull og silfur á mótinu og 2 stúlkur voru í fótboltaliðum sem fengu brons í sínum flokkum. Einn keppandi var í frjálsum og tveir í glímu og þar fékk Jökull Gíslason 14 ára silfur. Jökull og Sigurbjörn Ágúst Kjartansson 13 ára, báðir úr Staðarsveit, kepptu einnig í Ólympískum lyftingum og fékk Sigurbjörn brons þar.
Allir keppendur HSH fengu hettupeysu og húfu að gjöf frá HSH á mótinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Björg Ágústsdóttir tók við setningu mótsins á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum.

am/frettir@snaefellingar.is