Úrslit í Futsal

screen-shot-2017-01-13-at-13-49-20Ú́rslitaleikur meistaraflokks karla í Futsal fór fram í Laugar­dalshöll á síðasta sunnudag. Þar áttust við Selfoss og Víkingur frá Ólafsvík. Fyrir leikinn átti Víkingur möguleika á því að vinna titilinn þriðja árið í röð. Svo varð þó ekki en Selfoss vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitili í Futsal og endaði leikurinn 3 – 2. Víkingur komst tvisvar sinnum yfir í hörkuleik þó úrslitin hafi ekki verið þeim í vil í lok leiks. Árangur Víkings er þó mjög góður en þeir hafa spilað til úrslita í Futsal sex sinnum á síðustu sjö árum, þrisvar orðið í öðru sæti og þrisvar orðið Íslandsmeistarar.

Næsta verkefni hjá strákunum er Fótbolti.net mótið, þar eiga þeir leik við Grindavík á næst­komandi laugardag í Reykjanes­höllinni.