Hjá Snæfellingum af báðum kynjum.
Laugardagur 25.mars
Unglingafl.karla
Ísafjörður      kl.14.00  KFÍ - Snæfell  Úrslit 66-56 fyrir KFÍ
10.fl.kvenna          
Grindavík      kl.12.30  Snæfell - Keflavík  Úrslit 65-55
Grindavík       kl.15.00 UMFG - Snæfell  Úrslit 46-43
Sun. 26.mars
10.fl.kvenna              
Grindavík     kl.  10.15  Snæfell - Haukar  Úrslit 25-44
10.fl.kvenna             
Grindavík     kl.  12.45  UMFH - Snæfell   Úrslit 55-65

Úrslit leikja í síðustu viku

Hjá Snæfellingum af báðum kynjum.
Laugardagur 25.mars
Unglingafl.karla
Ísafjörður      kl.14.00  KFÍ – Snæfell  Úrslit 66-56 fyrir KFÍ
10.fl.kvenna          
Grindavík      kl.12.30  Snæfell – Keflavík  Úrslit 65-55
Grindavík       kl.15.00 UMFG – Snæfell  Úrslit 46-43
Sun. 26.mars
10.fl.kvenna              
Grindavík     kl.  10.15  Snæfell – Haukar  Úrslit 25-44
10.fl.kvenna             
Grindavík     kl.  12.45  UMFH – Snæfell   Úrslit 55-65

Stelpurnar í 10.flokknum halda áfram að gera það gott í körfunni en þær spila í efsta riðli í sínum flokki A riðlinum.  Þær hafa að sögn þjálfarans Helga Reynis Guðmundssonar farið mjög vaxandi í vetur og sýnt miklar framfarir.  Enda eru tvær þeirra, Gunnhildur og María í landsliðshóp þessa aldursflokks. 
Stelpurnar enduðu í þriðja sætinu á mótinu í Grindavík á síðustu helgi og eru þar með komnar í fjögurra liða úrslit í Íslandsmótinu í 10.flokki stúlkna.  Stigahæstar á mótinu hjá Snæfelli voru María Björnsdóttir með 14,25, Gunnhildur Gunnars með 11,75 og Helga Björgvins með 9,5 stig að meðaltali í leik.
     Í úrslitunum  mæta þær, í undanúrslitum, liði Hauka sem þær hafa unnið áður en töpuðu reyndar fyrir þeim á síðustu helgi.  Þannig að þetta verður hörkuleikur og vonandi að stelpurnar nái að stilla strengina rétt fyrir þann leik og hafi viljann til að fara alla leið í úrslitaleikinn.  En það er með þær eins og strákana í 9.flokknum að þær eru alltaf að spila á útivelli og þannig verður það væntanlega í úrslitunum og því mikilvægt að fólk mæti og hvetji þær.  Stuðningsmenn Snæfells verða því að fjölmenna á pallana þegar að úrslitunum kemur og styðja stelpurnar og strákana í 9.flokknum sem eru líka í úrslitum.  Það er þó ekki búið að setja niður leikdaga á úrslitin enn. 
    
Við munum reyna að birta leikdagana hjá krökkunum á vef Stykkishólms-Póstsins, um leið og við fáum vitneskju um þá