Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Búið er að dagsetja leikina í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins hjá stelpunum í 10.flokki.  Úrslitaleikirnir verða helgina 29.-30.apríl í Laugardalshöllinni en auk Snæfells eru það lið Grindavíkur, Hauka og Keflavíkur sem leika í úrslitunum.

Úrslitaleikirnir hjá stelpunum í 10.flokki framundan

Búið er að dagsetja leikina í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins hjá stelpunum í 10.flokki.  Úrslitaleikirnir verða helgina 29.-30.apríl í Laugardalshöllinni en auk Snæfells eru það lið Grindavíkur, Hauka og Keflavíkur sem leika í úrslitunum.

    Snæfell lenti í 3 sæti í síðasta mótinu í 10.flokknum og mætir því liði Hauka sem þá urðu í öðru sætinu.  Í því móti  töpuðu  Snæfellsstelpurnar fyrir Haukum en munu vonandi snúa þeim úrslitum við nú og fara alla leið í úrslitaleikinn.  Ef það tekst þá spila þær úrslitaleikinn á sunnudeginum við annað hvort Keflavík eða Grindavík allt eftir því hvernig leikirnir fara á laugardeginum hjá þessum liðum.  Leikurinn gegn Haukum á laugardeginum hefst kl.9:15 og komist Snæfell alla leið í úrslitaleikinn á sunnudeginum þá hefst sá leikur kl.12:00.  Allir sem geta mæta að sjálfsögðu á pallana og hvetja stelpurnar.