Vetrarstarfi Snæfells lokið

Snæfell merki Ny?tt 2014UMF Snæfell hélt lokahóf yngri flokka síðastliðinn mánudag. Fengu allir iðkendur viðurkenningarskjöl frá þjálfurum með umsögn um veturinn. Grillað var ofan í mannskapinn, farið í leiki og á endanum farið í íþróttafatasund í sundlauginni.
Þessa dagana er verið að ganga frá samningum við leikmenn meistaraflokka Snæfells einn af öðrum og þegar þetta er ritað þá hefur verið samið við Austin Magnús Bracey, Óla Ragnar Alexandersson og Sigurð Á. Þorvaldsson um áframhaldandi spilamennsku fyrir liðið.