Viðurkenningar á lokahófi Víkings


Víkingur Ólafsvík lauk veru sinni í Pepsí deildinni í bili síðasta laugardag þegar þeir mættu ÍA á Norðurálsvellinum í síðustu umferð sumarsins. Leiknum lauk með jafntefli liðanna 0 – 0 og skiptu liðin því stigunum á milli sín. Með góðum úrslitum hefði Víkingur geta bjargað sér frá falli en ÍA var fallið. Það gekk þó ekki eftir að þessu sinni því jafntefli dugði ekki og ÍBV vann einnig sína viðureign og því skiptu úrslit leiksins ekki máli fyrir fallið.

Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en í seinni hálfleik átti Víkingur nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. ÍA fékk víti í fyrri hálfleik sem Albert Hafsteinsson tók. Christian Martinez varði það frábærlega en hann hefur átt mjög gott sumar fyrir Víking.

Um kvöldið var lokahóf meistaraflokks karla haldið en það var haldið á heimili Jónasar Gests Jónassonar formanns að þessu sinni. Þar var sumarið gert upp, enda engin ástæða til annars en gera sér glaðan dag þó liðið hafi kannski ekki endað þar sem það ætlaði.

Liðið sló stigamet sitt í efstu deild en liðið fékk 22 stig í sumar. Veittar voru viðurkenningar og var Christian Martinez valinn leikmaður ársins hjá félaginu annað árið í röð, fyrirliðinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson var markahæstur í liðinu og efnilegasti leikmaðurinn var Leó Örn Þrastarson. Pape Mamadou Faye og Christian Martinez spilaðu sinn 50. leik í sumar fyrir Víking Ó og fengu þeir 50 leikja merki KSÍ á lokahófinu. Guðmundur Steinn Hafsteinsson spilaði 100. leikinn sinn á tímabilinu fyrir félagið og fékk 100 leikja merki KSÍ afhent við þetta sama tækifæri. Alfreð Már Hjaltalín fékk einnig merki KSÍ en hann lék sinn 200. leik með félaginu á tímabilinu.

Á lokahófinu tilkynnti Jónas Gestur Jónasson formaður knattspyrnudeildar Víkings að hann myndi stíga til hliðar. Jónas Gestur hefur starfað að knattspyrnumálum í Ólafsvík frá árinu 2001 þegar hann tók að sér knattspyrnudeildina þá leikmaður og var spilandi formaður til ársins 2005 og formaður síðan þá. Jónas Gestur ásamt öðrum stjórnarmönnum og aðstoðarfólki hefur unnið mikil og góð störf fyrir Víking á þessu tímabili og verður þeim og honum seint fullþakkað fyrir þau.

Nýr formaður var kynntur á lokahófinu en Jóhann Pétursson tekur við af Jónasi Gesti, mun hann án efa gera góða hluti og óskum við honum alls góðs í þessu nýja hlutverki. Með Jóhanni í stjórn sitja reynsluboltar sem unnið hafa að knattspyrnumálum af miklum eldmóð. Hilmar Hauksson, Kristmundur Sumarliðason, Gunnar Helgi Baldursson og Atli Már Gunnarsson.

þa