Kvennamúsík?

Það fór nú kannski ekki framhjá mörgum að í síðustu viku voru staddar hér 6 ungar konur sem allar eru tónskáld og unnu liðlangann daginn að tónlistarsköpun.
Afraksturinn var svo í boði fyrir alla á föstudagskvöld á Hótel Stykkis-hólmi. Góð mæting var á kvöldið og dagskráin mjög skemmtileg. Þær stöllur buðu til leiks Söru Rós Róbertsdóttur nemanda við Tónlistarskóla Stykkishólms til að hefja dagskrá, en Sara flutti píanóverk eftir sjálfa sig. Svo tóku þær við og fluttu allskonar tónlist á allskonar hljóðfæri við mikla hrifningu gesta í salnum. Hlátur braust út í salnum þegar þær fluttu lagið um Stykkishólm sem þær sömdu með kærum þökkum fyrir stuðninginn þessa viku sem þær voru hér. Lagið um Stykkishólm má sjá og heyra í flutningi þeirra og fleiri myndir hér.

Lagið um Stykkishólm