Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Vilborg, Bubbi og Unnsteinn á Júlíönuhátíðinni 2018

Júlíönuhátíðin verður haldin í sjötta sinn dagana 22.-25. febrúar 2018. Í undirbúningshóp sitja að þessu sinni Þórunn Sigþórsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Þórhildur Einarsdóttir og Gréta Sigurðardóttir. Meginþema hátíðarinnar að þessu sinni verður Ástin í sögum og ljóðum. Eins og í fyrra verður unnið með skólabörnum á ýmsum stigum. Bók hátíðarinnar 2018 verður Blóðug jörð eftir Vilborgu Davíðsdóttur sem út kom nú fyrir jólin. Leshópurinn á Egilsen fer af stað í janúar en fleiri leshópar utan Stykkishólms eru einnig í startholunum með að lesa bókina og munu koma hingað í febrúar til að hitta aðra lestrarhesta og rithöfundinn. Aðrir góðir gestir á hátíðinni verða ljóðskáldin Bubbi Morthens, Bragi Páll Sigurðsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Eydís Blöndal auk höfundanna Jóhönnu Gunnþóru Guðmundsdóttur, Anton Helga Jónssonar og Halldóru Thoroddsen. Unnsteinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson kemur og vinnur með skólabörnunum og e.t.v. munu fleiri nöfn bætast í hópinn.

 

am