Amtsbókasafn opnað að nýju

Nýtt húsnæði Amtsbókasafns og skólabókasafns Grunnskóla Stykkishólms var tekið í notkun s.l. helgi. Formleg opnun fór fram á föstudeginum en opið hús var fyrir íbúa bæjarins á laugardeginum. Við þetta tækifæri tóku nemendur Tónlistarskólans lagið auk þess sem Sturla Böðvarsson bæjarstjóri, Berglind Axelsdóttir skólastjóri, Ragnheiður Valdimarsdóttir formaður safna- og menningarmálanefndar og Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður Amtsbókasafnsins fluttu erindi. Sævar Harðarson afhenti Nönnu lyklavöldin og Sturla sem staðgengill ráðherra sem vera átti við opnun en var veðurteppt, klippti á borða.

am