Baldur á leið til Vestmannaeyja – Myndband

Þeir Leifur, Hafþór og Sigmar voru í áhöfn Baldurs í síðsustu ferðinni frá Stykkishólmi.
Þeir Leifur, Hafþór og Sigmar voru í áhöfn Baldurs í síðustu ferðinni frá Stykkishólmi.

Breiðafjarðarferjan Baldur hélt nú í kvöld áleiðis til Vestmannaeyja þar sem skipið mun vera í siglingum á milli lands og eyja næstu vikurnar.  Líkt og áður hefur Baldur leyst Herjólf af þegar Herjólfur fer í slipp að hausti.  Vonir stóðu til að nýtt skip til siglinga yfir Breiðafjörðinn yrði komið á áætlun hér áður, en það skip er ekki enn komið í Stykkishólm og ekki útséð um hvenær það gerist.  Þegar samið var við Vegagerðina um afleysingu Baldurs fyrir Herjólf var gengið frá kaupum á nýju skipi sem kæmi í stað Baldurs.  Vegna tafa á afgreiðslu innflutningsleyfis á hinu nýja skipi er það skip ekki komið í höfn í Stykkishólmi.  Því gerist það enn á ný að engin bílaferja er í áætlunarferðum yfir Breiðafjörð næstu vikur.

Það voru ekki margir á bryggjunni í kvöld, þegar Baldur lagði úr höfn, sennilega í síðast sinn hér í Hólminum. Pétur Ágústsson hjá Sæferðum vonaðist þó til að það yrði stutt þar til næsta myndataka færi fram á ferjubryggjunni á ný þegar annað skip verður tekið í notkun.  Myndband!

am