Björgunaræfing í Baldri

S.l. föstudag var efnt hópbjörgunaræfingu um borð í Baldri. Auglýst hafði verið eftir sjálfboðaliðum og tóku um 70 manns þátt í æfingunni sem gekk mjög vel. Aðeins tók um 20 mínútur að flytja farþega um borð í stærðar björgunarbát sem féll með miklum gusugangi í sjóinn svo undir tók í nágrenninu. Eldri nemendur GSS voru fjölmennir í hópi sjálfboðaliða en einnig voru fullorðnir með í hópnum og þegar skipstjóri var kominn um borð í björgunarbátinn taldist æfingin fullgild og henni lokið. Siglingastofnun og Landsbjörg fylgdust grannt með gangi mála á meðan á æfingu stóð.
[nggallery id=41]