Danskir dagar í misjöfnu veðri!

Það má með sanni segja að það hafi ekki blásið byrlega við upphaf Danskra daga s.l. föstudag. Rigning var, rok og hitastig lágt! Eins og gefur að skilja voru ekki margir á ferðinni á föstudagskvöldið niðri í bæ en hinsvegar var húsfyllir á uppistandi Péturs Jóhanns á Hótel Stykkishólmi sama kvöld. Kvörtuðu gestir yfir harðsperrum daginn eftir, eftir allan hláturinn á þeirri skemmtun. Á laugardeginum rættist heldur betur úr veðrinu þó vindurinn væri áfram svalur, þá var heiðskírt og vel hægt að vera léttklæddur eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Nóg var um að vera allan laugardaginn og fór dagskráin vel fram. Flugeldasýning var frá Stykkisbryggjunni að þessu sinni rétt eftir miðnætti og svo tók Pallaball við í íþróttahúsinu.
Undirbúningur var í höndum Mattíasar Þorgrímssonar og Ágústu Jónsdóttur auk fleiri og voru þau Mattías og Ágústa ánægð með hvernig til tókst helgina.

Myndasíðan er hér frá Dönskum dögum!