Demantssíld

[nggallery id=37] Síldveiðarnar hófust hér í Breiðafirði upp úr síðustu mánaðamótum og má sjá stóra og smáa báta víða um fjörðinn. 500 tonnum var úthlutað til smábátaveiða eru tæplega 30 smábátar skráðir til síldveiða á svæðinu. Veiðin fór fremur hægt af stað en síðustu vikuna hefur færst kraftur í veiðarnar ásamt því að fleiri bátar eru farnir til veiða. Um 200 tonnum hefur þegar verið landað í Stykkishólmshöfn og eru nokkrir kaupendur um aflann. Verði áframhald á veðurblíðu má reikna með að kvótinn klárist fljótlega og þá er það spurning hvort gefinn verði út viðbótarkvóti líkt og í fyrra, sjómenn segja nóg af síld í sjónum. Á meðfylgjandi mynd eru þeir Álfgeir og Páll á Fríðunni að landa s.l. mánudagskvöld síldinni sem nefnd er demantssíld í Danmörku. Þá voru allnokkrir búnir að landa þann daginn og einhverjir enn á veiðum. S.l. mánudag voru einungis tvö stærri skip að veiðum á svæðinu en reikna má með að þeim fjölgi eitthvað á næstu dögum.