Kerlingin fer hvergi

Þrátt fyrir að umferð um Kerlingarskarð sé nú all miklu minni en fyrir daga Vatnaleiðar þá er svæðið vel til fallið sem útivistarsvæði og víst að margir nýta það sem slíkt. Síðastliðna helgi mátti sjá fólk í fjallgöngum enda veðurblíðan einstök. Vegurinn upp í skarðið er farinn að láta sjá, þó má með varkárni keyra áleiðis, sjálfsagt mislangt eftir ökutækjum. Eitt sem ekki breyttist við nýja þjóðleið er frúin á toppnum, Kerlingin, hún er þarna enn með sína byrði bakinu og skimar yfir Breiðafjörðinn.