Nýlegt

Framkvæmdir í gistirýmum

Það er oft á þessum tíma að heppilegast er að standa í framkvæmdum, sér í lagi þegar framkvæmdirnar tengjast ferðamannaiðnaðinum.  Það er því ekki að undra að nú sé verið að vinna á Hótel Stykkishólmi við endurbætur og í Sjávarborginni. 

Meira..»

Fasteignagjöld og innheimta gjalda rafræn

Stykkishólmsbær hefur nú tilkynnt um breytingu á innheimtu fasteignagjalda og annarra gjalda sem og útgáfu reikninga.  Munu allir birtast á vefsíðunni www.island.is og verða ekki sendir í pósti nema sérstaklega sé óskað eftir því.

Meira..»

Ljósnet í Stykkishólm

Síminn tilkynnti í byrjun vikunnar að á árinu yrði þjónusta aukin á landsbyggðinni og á það við um flestalla þéttbýlisstaði Snæfellsness þ.m.t. Stykkishólm.  Þjónustan ber heitið Ljósnet og býður upp á aukna sjónvarpsþjónustu, kraftmeiri tengingar auk 80 sjónvarpsstöðva í boði, tímaflakk og háskerpusjónvarps.  Nú þegar er tímaflakkið komið inn hér í Stykkishólmi a.m.k. á nokkrum sjónvarpsstöðvum.

Meira..»

Við erum bjartsýn!

Í óformlegri vefkönnun sem verið hefur á www.snaefellingar.is frá áramótum og spurt var: Ertu bjartsýnn fyrir þetta ár eru niðustöðurnar þær að 57,14% svarenda segja já, 33,33% segja Svona nokkuð já Nei og alls ekki segja innan við 9% svarenda.

Meira..»

Hressasta Instagrammyndin

Í nýafstaðinni Forvarnar- og Heilsuviku hér í Hólminum þar sem fjöldi fyrirtækja, stofnana og einstaklinga auk bæjarbúa tók þátt var m.a. efnt til keppni um hressustu Instagram myndina.  Stykkishólms-Pósturinn stóð að keppninni auk aðstandenda Heilsuvikunnar, Stykkishólmsbæ, Steinunni Helgadóttur og Aþenu Eydísi Kolbeinsdóttur.

Meira..»