Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Erum við svona?

Þjóðarpúls Bandaríkjamanna sem Pew Research Center í Bandaríkjunum gefur út á hverju ári þykir nú kannski ekki fréttnæmt í íslensku samhengi en niðurstöður hans eru þó áhugaverðar! Líkindin eru einhver við hið íslenska umhverfi og mega sjálfsagt skoðast hér eins og þar. Kynslóðin sem í dag er á aldrinum 6-21 …

Meira..»

Leiðrétting

Þau mistök urðu við vinnslu skólahornsins í síðasta tölublaði að það slæddist inn leiðinleg villa sem hér skal leiðrétt. Systir Lovísa var að sjálfsögðu leikskólastjóri hér í tæp 30 ár en ekki 20 eins og stóð í greininni. Bestu kveðjur, Elísabet Lára.

Meira..»

Jólahald og umhverfið

Jólagjafir, jólaboð, jólamarkaðir, kökubakstur, flugeldar, ferðalög, þrif, skreytingar og jóla, jóla, jóla. Yfir hátíðirnar er margt skemmtilegt í gangi enda jólin hjá mörgum tími samveru og upplyftingar. Að ýmsu er að huga og mörg okkar myndu örugglega vilja vera á nokkrum stöðum í einu. Jólahaldi fylgir líka mikil neysla og …

Meira..»

Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Laugardaginn 15. desember brautskráðust sex nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Anna Lilja Ásbjarnardóttir, Eva Laxmi Davíðsdóttir og Jakob Breki Ingason. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðist Laura María Jacunska og af opinni braut til stúdentsbrautar brautskráðust Ágúst Nils Einarsson Strand og Þorbjörg Erna Snorradóttir sem sá sér …

Meira..»

Nokkrir punktar frá gönguhópnum „Sjáum til“

Hópurinn er búinn að vera nokkuð duglegur við gönguferðir. Eftir að viðfórum í Dalina þá erum við búin að ganga um Þingvallaland og Borgarland, sem við gengum á sama degi. Það er alltaf reynt að ganga í hverri viku, en veðrið hefur ekki verið upp á það besta, þannig að …

Meira..»

Kaffiristaðar gulrætur

Ég vil þakka Silju kærlega fyrir áskorunina. Mig langar að deila með ykkur uppskrift af ljúffengum kaffiristuðum gulrótum sem gaman er að hafa til meðlætis. 500 gr. miðlungsstórar gulrætur (svo sem regnbogagulrætur) ¾ tsk.  malaðar kaffibaunir ½ tsk. púðursykur salt og pipar 2 tsk. söxuð steinselja 1 tsk. rifinn sítrónubörkur …

Meira..»

Best skreyttu húsin!

Á aðventunni fóru íbúar dvalarheimilisins í hina árlegu ljósaferð um bæinn með Gunnari  Hinrikssyni rútubílstjóra, þegar búið var að gæða sér á kaffi og vínarbrauði í boði Eiríks Helgasonar bakara. Nokkuð erfitt þótti okkur að velja aðeins eitt hús svo við komum okkur saman um að hafa sigurvegarana tvo. Að …

Meira..»