Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Heilsuefling eldri borgara (60+) í Stykkishólmi – skref í átt að auknum lífsgæðum

Þekking um mikilvægi hreyfingar og meðvitundar um heilsu er sífellt að aukast. Til þess að sem flestir njóti lífsgæða er mikilvægt að huga betur að heilsueflingu og lýðheilsu og eru eldri borgarar þar engin undantekning. Með reglulegri hreyfingu viðheldur einstaklingurinn líkamlegu hreysti, líkamlegri og andlegri vellíðan ásamt því að draga …

Meira..»

Raddir ungs fólks skipta máli!

Í æskulýðslögum, 11. gr., segir að sveitarfélög skuli hlutast til um að stofnuð verði ungmaennaráð. Hlutverk ráðsins er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Á ráðstefnunni Evrópa unga fólksins sem haldin var um ungmennaráð í fyrra kom í ljós að aðeins 33 af …

Meira..»

Heiðin boðin út

Þau gleðilegu tíðindi bárust fyrir síðustu helgi að Vegagerðin auglýsti eftir tilboðum í endurbyggingu á 4,8 km leið yfir Fróðárheiði, frá núverandi slitlagsenda við Valavatn að vegamótum við Útnesveg. Íbúar Snæfellsbæjar hafa beðið eftir þessari framkvæmd síðan árið 1994 þegar þessari samgöngubót var lofað í tengslum við sameiningu sveitarfélagsins. Opna …

Meira..»

Myndarlegasta hús

Það dynja hamarshöggin á lóðinni við Skólastíg 2, þar sem áður stóð Hjaltalínshús. Byggingarframkvæmdir standa þar yfir en húsið er risið og er tígulegt á gatnamótum Hafnargötu og Skólastígs. Baldur Þorleifsson og félagar hjá smíðafyrirtækinu Narfeyri eru við smíðarnar en byggingarstjóri hússins er ÞB Borg. Hjörleifur Sigurþórsson teiknaði húsið fyrir …

Meira..»

Neyðarkallinn seldist vel

Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna 2018 gekk mjög vel að þessu sinni. Björgunarsveitin Lífsbjörg var á ferðinni í síðustu viku og seldu þeir um það bil 350 karla í Snæfellsbæ og um 20 stóra karla. Voru félagar í Lífsbjörgu að vonum mjög ánægðir með móttökurnar sem þeir fengu en sala á …

Meira..»

Nýr kirkjugluggi

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðgerðir á kórglugga Stykkishólmskirkju. Glugginn sem fyrir var lak mikið og þegar farið var í þakviðgerðir á kirkjunni í fyrra kom í ljós að skipta þyrfti um glugga. Nýr gluggi úr áli er kominn í en eftir er að koma glerlistaverki sem myndar krossinn í …

Meira..»

Þakklæti frá okkur í Jól í skókassa

Kæru vinir! Móttökudagurinn okkar var s.l. fimmtudaginn 1. nóvember í  Stykkishólmskirkju. Núna  söfnuðust 63 skókassar og við fengum 28.000 kr. í pengingagjöfum, það kemur sér vel fyrir verkefnið.    Við áttum góða stund uppi í kirkju, og viljum senda innilegt þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu okkur í þessu frábæra …

Meira..»

Dvalarheimilið 40 ára

Um þessar mundir eru 40 ár frá því að Dvalaheimilið í Stykkishólmi var tekið í notkun. Árið 1978 voru 18 herbergi ýmist eins- eða tveggja manna tekin í notkun. Aðdragandinn nær þó allt aftur til ársins 1958 þegar umræður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um elliheimilismál, eins og það var kallað, …

Meira..»