Nýlegt

Stórleikur hjá Snæfellsstelpum

Það er sannkallaður stórleikur í kvöld í 1.deild kvenna þegar Snæfell mætir liði Hauka B í Fjárhúsinu kl.19:15. Bæði liðin eru ósigruð og sitja ein á toppi 1.deildar. Það er ljóst að lið Hauka hlýtur að vera feiknasterkt og að öllum líkindum skipað mörgum úr A liði félagsins því fresta varð þessum leik á sínum tíma því hann rakst á leikdag A liðsins. Það reynir því á Snæfellsstelpur í kvöld og þær þurfa góðan stuðning og því nauðsynlegt að fá sem flesta á pallana.

Meira..»

Snæfell sigraði Hauka

Snæfell sigraði Hauka í kvöld í 1.umferð Lýsingarbikarsins. Leikurinn fór fram á heimavelli Haukanna og lauk með sigri Snæfells 89-63.

Tölfræði leiksins, því miður eru leikmenn enn og aftur óskráðir en númer leikmanna eru þó þau sömu ef einver man þau.
Umfjöllun um leikinn á karfan.is

Meira..»

Snæfell – Fjölnir – Textalýsing

Leikur Snæfells og Fjölnis er u.þ.b. að hefjast og það markverðasta er að Ingvaldur Magni er í leikmannahópi Snæfells.

Dómarar: Kristinn Óskarsson Erlingur Snær Erlingsson
Byrjunarlið Snæfells: Hlynur, Slobodan, Atli, Justin og Sigurður
Fjölnis: Niels, Anthony, Kristinn, Karlton Mims og Terrance Herbert

Meira..»

Skrifað undir tímamótasamning í dag

Í dag kl.17 í Vatnasafninu munu Stykkishólmsbær og Íslenska gámafélagið undirrita samning um flokkun sorps og moltugerð í sveitarfélaginu.  Þar með verður Stykkishólmur fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi að taka skrefið til fulls í flokkun sorps  og hefja flokkun  á sorpi og moltugera lífrænan úrgang frá öllum heimilum bæjarfélagsins.

Meira..»

Toppslagnum Snæfell – Haukar B frestað

Fyrirhuguðum toppslag Snæfells og Hauka B í 1.deild kvenna sem settur var á n.k. laugardag 15.nóv hefur verið frestað til fimmtudagsins 22.nóv. kl.20:00. Frestunin kom að beiðni Haukaliðsins en aðallið Hauka á leik í Iceland Exprd. kvenna á laugardaginn og líklega eru stelpur úr því liði að leika líka með B-liðinu líkt og var hjá KR þegar þær mættu Snæfelli hér 11.nóv. en þeim leik varð líka að fresta, líklega af sömu orsökum.

Meira..»

54-53 sigur hjá drengjaflokki

Drengjaflokkur Snæfells lék í gær gegn Skallagrími en bæði þessi lið voru fyrir leikinn með 1 sigur og 3 töp. Það var því ljóst að um jafnan leik gæti orðið að ræða og sú varð raunin. Snæfell var þó með frumkvæðið nánast allan tímann þó munurinn hafi aldrei verið mikil.

Meira..»