Laugardagur , 22. september 2018

Nýlegt

Búið að draga í bikar hjá yngri flokkum

Búið er að draga í 16 liða úrslit bikarsins hjá yngri flokkunum en þar taka þátt drengjaflokkurinn og 10.flokkur stúlkna.  Bæði liðin fengu heimaleiki, drengjaflokkurinn dróst á móti Hetti frá Egilsstöðum og stelpurnar á móti Fjölni.  Leikirnir eiga að fara framá tímabilinu 20.-30.nóv.  Sjá má allan dráttinn á heimasíðu KKÍ.

Meira..»

Stykkishólmsbær í fararbroddi

Þann 15. nóvember n.k. verður undirritaður samningur á milli Stykkishólmsbæjar og Íslenska gámafélagsins um flokkun sorps og moltugerð í sveitarfélaginu.  Stykkishólmsbær hefur unnið ötullega að umhverfismálum í sveitarfélaginu og hefur metnaðarfulla umhverfisstefnu að leiðarljósi.

Meira..»

Orgelsöfnun gengur vel

Vel gengur að safna fyrir nýju orgeli í Stykkishólmskirkju en áætlað kaupverð nýs orgels er um 35 milljónir króna.  Nú hafa safnast og fengist loforð fyrir 21 milljón króna.  Margir hafa lagt söfnuninni lið t.d. einstaklingar, félagasamtök og fjölskyldur sem hafa gefið minngargjafir um látna ættingja.

Meira..»

Drengjaflokkur tapaði í Njarðvík

Drengjaflokkur Snæfells hélt í gær í Reykjanesbæ og lék gegn Njarðvík.  Leiknum leik með sigri Njarðvíkur 80-56.  Snæfellsstrákarnir náðu að halda í við Njarðvík framan af leik en svo sigldu þeir grænu framúr en þeir hafa í gegnum árin verið firnasterkir í þessum árgangi sem nú er kominn í drengjaflokkinn.  Sjá má nánar um leikinn á heimasíðu Njarðvíkinga

Meira..»

Dregið í Lýsingarbikarnum

Í dag var dregið í Lýsingarbikarnum í körfunni. Hjá körlunum er Snæfell B í forkeppninni og mætir þar liði KV (Knattspyrnufélag Vesturbæjar) hér heima, komist Snæfell-B áfram þar mæta þeir Hetti í 1.umferðinni. Leikirnir í forkeppninni þurfa að vera búnir fyrir 1.umferðina í Lýsingarbikarnum sem er helgina 24./25.nóv. Í 1.umferð mætir Snæfell liðið Hauka á Ásvöllum. Mostri fær erfiðan leik því þeir drógust á móti Lýsingarbikarmeisturunum sjálfum í ÍR en leikurinn fer fram hér heima og spennandi að sjá hvað golfararnir gera en þeir tapa ekki oft á heimavelli. Allavega gerist það með það löngu millibili að engin man hvenær það gerðist síðast.

Meira..»

Enn sigrar Mostri

Mostri heldur áfram sigurgöngu sinni á heimavelli í 2.deild karla, sigurgöngu sem hefur staðið lengur en yngstu menn muna.  Í gær sigruðu þeir lið Laugdæla 73-54 og halda sér því áfram í toppsætinu í B-riðli 2.deildar eftir tvær umferðir.

Meira..»