Nýlegt

Snæfell fékk Njarðvík

Snæfell dróst á útivelli á móti Njarðvík í undanúrslitum Lýsingarbikarsins.  Leikir í undanúrslitum eiga að fara fram helgina 2.-3.febrúar.  Það er því nokkuð ljóst að sá leikur mun skarast illilega við þorrablótið og spurning hvort hægt væri að fá leikinn færðan á föstudaginn 1.febrúar. 

Meira..»

Sigurður Á. Þorvaldsson íþróttamaður HSH 2007

Að loknum leik Snæfells og Keflavíkur í gær kynnti HSH þá íþróttamenn sem útnefndir voru íþróttamenn ársins í tilteknum íþróttagreinum innan Héraðssambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu.  Úr þeim hópi var svo útnefndur íþróttamaður HSH 2007 og það var Sigurður Á. Þorvaldsson leikmaður meistaraflokks Snæfells í körfunni sem hlaut titilinn í þetta skiptið.  Sigurður er vel að útnefningunni kominn, átti mjög gott tímabil á síðasta ári með Snæfelli og hefur leikið mjög vel á yfirstandandi tímabili, þar sem Snæfell á möguleika á þrennunni með sigrinum á Keflavík í gær. 

Meira..»

Snæfell sigraði Keflavík

Snæfell sigraði Keflavík í kvöld í 8.liða úrslitum Lýsingarbikarsins 86-84 eftir æsispennandi lokamínútur og Keflavík var í baráttunni allt fram á síðustu sek. Snæfell er þar með komið í fjórðungsúrslitin ásamt Skallagrími sem lagði ÍR í kvöld 83-80, Njarðvík sem sigraði KR 106-90 og Fjölni sem lagði Þór Þorlákshöfn í gær 87-52.

Meira..»

Snæfell – Fjölnir

Leiknum er lokið með sigri Fjönis 51-64. Fjölnir reyndust því of stór biti í þetta skiptið en Snæfellsstelpurnar geta þó vel við unað. Munurinn í lokin var þó mun meiri en hann hefði þurft að vera því Snæfellsstelpurnar fengu argrúa góðra færa undir körfunni sem þær nýttu ekki.
Stigahæstar hjá Snæfelli voru Gunnhildur 11 stig, Berglind 11 stig og Alda Leif 7
Hjá Fjölni: Slavica Dimovska 19 stig og Gréta M. 13 stig.

Meira..»

Körfuboltadagurinn mikli

Það verður heldur betur fjör í Íþróttamiðstöðinni í dag hér í Stykkishólmi tveir stórleikir í 8 liða úrslitum Lýsingarbikarsins þar sem bæði meistaraflokkslið Snæfells standa í ströngu. Hjá konunum mætir Snæfell Fjölni kl.17 og í karlaflokki mætir Snæfell Keflavík í annað skiptið á þremur dögum. Þar sem þetta er bikar þá er bara eitt í stöðunni vilji liðin áfram og það er sigur. Bæði lið eiga ágæta möguleika fái þau góðan stuðning áhorfenda. Því er ekki að neita að róðurinn er þyngri hjá stelpunum en þær hafa engu að tapa og eru með hörkulið, þannig að allt getur gerst.

Meira..»