Nýlegt

Þau eiga afmæli í dag

Þeir eru nokkrir Hólmararnir sem eiga afmæli í dag og þar af eru tveir sem eiga stórafmæli.  Hjörleifur Kristinn Hjörleifsson eða Kiddi Hjörleifs eins og við þekkjum hann best ,búsettur í Ásklifi 11 og Guðbjörg Egilsdóttir Ægisgötu 8 eiga fimmtugsafmæli í dag.  Stykkishólms-Pósturinnn sendir þeim og öðrum afmælisbörnum dagsins hamingjuóskir.

Meira..»

Snæfell tapaði fyrir ÍR

Snæfell steinlá í kvöld fyrir ÍR í Seljaskólanum 102-77. Það var vitað að þessi leikur gæti orðið erfiður því ÍR hefur verið að sækja í sig veðrið eftir komu Nate Brown. Hlynur Bærings er einnig meiddur og óvíst hvort hann léki í kvöld og Snæfellsliðið má illa við enn einum leikmann í meiðsli hvað þá jafn mikilvægum leikmanni og Hlyni. Tölfræði leiksins er hér.

Meira..»

Rafmagnstruflanir í rokinu

Það gekk ýmislegt á í veðrinu í nótt þegar vindur var sem sterkastur en ekki hefur heyrst af neinu tjóni í Stykkishólmi.  Það leit þó út í myrkrinu sem norska jólatréið hefði brotnað en sem betur fer var það bara serían sem hafði gefið sig.  Vonandi að tréð haldi í næsta hvelli líka sem verður á morgun og þá spáir enn meira roki samkvæmt belgingi.is. Nokkuð var þó um rafmagnstruflanir í nótt sem urðu vegna samsláttar á raflínum.  Rafmagnslaust varð um tíma í Borgarfirði og Snæfellsnesi um þrjú leytið í nótt en kom fljótlega á aftur. 

Meira..»

Hvalur í höfninni

Það hefur verið allt vaðandi í síld í Breiðafirði undanfarnar vikur og er enn.  Stutt er síðan að um 300-400 þús. tonna torfa fannst utan við Kiðey.  Síldin er einnig vaðandi inn fjörð og að finna nærri landi og nálægt höfninni.  Henni fylgja líka aðrir stærri fiskar í leit að æti og í dag rataði einn slíkur inn í höfnina.  

Meira..»

Nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði í burðarliðnum

Eins og áður er getið hér á vefnum þá er fyrirhugað er að reisa byggingu undir verslunar- og skrifstofuhúsnæði á lóð sem merkt er Aa í skipulaginu við Laufásveg og Borgarbraut.  Páli V. Þorbergssyni og Jóni A. Ingólfssyni var úthlutað lóðinni og hyggjast þeir reisa þar tveggja hæða byggingu rúmlega 630fm neðri hæð og tæplega 600 fm efri hæð, brúttó. 

Meira..»

Halli Toll fimmtugur

Haraldur Thorlacius, allt muligmand, Sundabakka 1a, er fimmtugur í dag.  Stykkishólms-Pósturinn sendir honum sem og öðrum afmælisbörnum dagsins í Stykkishólmi árnaðaróskir.

Meira..»