Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Nýlegt

Sigurlín á Þingvöllum sjötug

Þeir eru nokkrir Hólmararnir og Helgfellingarnir sem eiga afmæli í dag og þar af eru tvö stórafmæli. 
Þar skal fyrsta telja Sigurlín Gunnarsdóttir á Þingvöllum sem er sjötug í dag. 

Meira..»

Bjöggi í Vík fimmtugur

Björgvin Ragnarsson eða Bjöggi í Vík eins og við þekkjum hann á einnig stórafmæli, hann er fimmtugur í dag.
Stykkishólms-Pósturinn óskar öllum þeim sem eiga afmæli til hamingju með daginn.

Meira..»

Gobbí dí gobb

Það bárust skemmtileg hljóð um Stykkishólm  í morgun-blíðunni á sunnudaginn, hljóð sem eiga þó vafalaust eftir að heyrast oft í sumar.  Þar var á ferð Sæþór á Narfeyrarstofu í æfingaferð á stóru hestakerrunni.  Hann lét sér nú nægja að sitja sem farþegi og lét aðra um taumana.

Meira..»

Gulli Lár sjötugur

Gunnlaugur Lárusson húsasmíðameistari er sjötugur í dag.  Gulli var einn af eigendum Trésmiðju Stykkishólms til margra ára en starfar nú hjá Skipavík.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Gulla til hamingju með daginn.

Meira..»

Fimmti glugginn í Frúarhúsinu

Nú er útlit Frúarhússins óðum að komast í upprunalegt horf.  Fimmti glugginn sem kom í ljós í endurnýjuarferlinu, sómir sér vel á miðju húsinu.  Það er hægt að segja að hann sé ,,fjarska fallegur" því hann er óneitanlega flottur með sín fínu gluggatjöld.

Meira..»