Nýlegt

Flemming Nielsen látinn

S.l. föstudag 20. júlí  lést, í Danmörku, Flemming Nielsen. 
Flemming bjó í Stykkishólmi frá árinu 1992 til 1999.  Síðustu árin í Stykkishólmi starfaði Flemming við Fiskmarkaðinn.   
Flemming var giftur Sólborgu Olgu Bjarnadóttur og eignuðust þau 3 börn, Lindu Mariu, Karinu og Bjarna Omar.  Útför Flemmings fer fram frá Glostrup Kapel, Danmörku n.k. laugardag 28. júlí

Meira..»

Stykkishólmsbær búinn að velja úr umsækjendum

Bæjarráð Stykkishólms fundaði í gær og var m.a. ákveðið á fundinum að ganga til viðræðna við Rafn Júlíus Rafnsson um starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar í ársleyfi Vignis Sveinssonar.  Einnig var ákveðið að ganga til viðræðna við Helenu Rut Hinriksdóttur og Ernu Rut Kristjánsdóttur um að veita Félagsmiðstöðinni X-inu forstöðu en þær sóttu sameiginlega um starf forstöðumanns.

Meira..»

Kræklingalínur lagðar

Þessa dagana er Íslensk bláskel að setja niður botnfestur og leiðara fyrir kræklingalínur í nágrenni Stykkishólms. Leitast er við að setja línurnar niður þar sem að ekki eru hefðbundnar siglingaleiðir smærri báta. Sjófarendur er beðnir um að sýna aðgát á eftirtöldum svæðum .
Á suðursvæði : Sundið milli flugvallarsvæðis og Lundakletts/ Siglugríms, Austur af Innri Hafnarey
Á norðursvæði: Norður af Grímsey

Allar nánari upplýsingar veitir Símon Sturluson gsm 893-5056

Meira..»

RÚV útvarpar frá Stykkishólmi

Þeir sem eru morgunhressir ættu að kveikja á útvarpinu í fyrramálið og stilla á Rás1 eða 2 því dagskrárgerðarmenn RÚV  munu útvarpa frá Narfeyrarstofu á milli kl.7 og 9 í fyrramálið, föstudag. En heimildamönnum bar ekki alveg saman um hvort um rás 1 eða 2 væri að ræða og það svo sem veitir ekki af tveimur rásum ef á að ná öllu því sem er að gerast í Hólminum, því hér er jú allt að gerast.

Meira..»

Dregið úr lóðaumsóknum í dag.

Dregið var í dag úr lóðaumsóknum um tvær lóðir við Skúlagötu, nr.23 og 25 sem eru staðsettar á svæðinu við Borg. Ellefu umsóknir voru um lóð 23 og varð Auður Hinriksdóttir sú heppna þar og sannkölluð ,,heimastúlka" þar á ferð því hún er alin upp hinumegin við götuna á Skúlagötu 26. Fimm umsóknir voru um lóð nr.25 og þar var það Kópavogsbúinn Guðbjörn Þór Ævarsson sem hlaut hnossið.

Meira..»

Enn dregið um lóðir í Stykkishólmi

Fjörið heldur áfram í Ráðhúsinu í Stykkishólmi í lóðamálunum. Í síðustu viku var dregið um lóð á Hamraendum undir atvinnuhúsnæði og jafnframt úthlutað lóðum fyrir íbúðarhúsnæði. í þessari viku verður dregið úr umsóknum um tvær lóðir við Skúlagötu nr.23 og 25 en umsóknarfrestur um þær rann út í gær.

Meira..»