Nýlegt

Sagnavaka í Grundarfirði

Í Sögumiðstöðinni Grundarfirði verður haldin sagnavaka næstkomandi fimmtudagskvöld, 19. júlí kl.21:00. Þar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með sögum og söngvum undir yfirskriftinni ,,Á vit ævintýranna". Fram kemur heimafólkið Ingi Hans og Sigurborg Kristín sem eru að góðu kunn fyrir einstaka sagnagleði og með þeim sérstakur gestur David Campbell, einn þekktasti sagnamaður Skota.

Meira..»

Margir sækja um störf hjá Stykkishólmsbæ

Auglýst voru fyrir nokkru starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar til eins árs en Vignir Sveinsson forstöðumaður er á leið í ársleyfi sem hann ætlar að nota til Danmerkurdvalar. Sex sóttu um starfið en einnig var auglýst á sama tíma starf forstöðumanns æskulýðsmiðstöðvar þ.e. Félagsmiðstöðvarinnar X-ins. Um þá stöðu sóttu fjórir.

Meira..»

Landsmótið UMFÍ

Landsmóti UMFÍ lauk í Kópavogi síðastliðna helgi.  Þær voru miklar yfirlýsingarnar hjá forráðamönnum mótsins um stærð þess og mikilfengleik.  En svo virðist sem landsmótið sjálft hafi gleymst í öllum mikilfengleikanum.

Meira..»

Fjórar valdar í æfingahóp

Þær stóðu sig vel í körfunni stelpurnar í Snæfelli á síðasta ári og til marks um það hve öflugar stelpurnar eru orðnar þá hafa fjórar stúlkur úr Snæfelli verið valdar í 30 manna æfingahóp U-18 ára landsliðs kvenna. 

Meira..»