Þriðjudagur , 14. ágúst 2018

Nýlegt

Er bensínverð of hátt í Stykkishólmi?

Samgönguráðherra boðar til fundar um bensínverð í Stykkishólmi á Bensínstöðinni kl.18 í dag.  Eins og allir muna þá náði bensínverðið hæstu hæðum í síðustu viku þegar það fór yfir 119 krónurnar.

Meira..»

Frítt til Finnlands

Sæferðir hafa ákveðið að bjóða Hólmurum frítt með til Finnlands þegar gamla Baldri verður siglt þangað í dag.  Lagt verður af stað kl.16 og eru allir þeir sem ætla að stökkva á þetta skemmtilega boð beðnir um að drífa sig niður á bryggju og skrá sig.

Meira..»

Hvert voru bátarnir að fara?

Það vakti athygli bæjarbúa smábátaumferðin á götum bæjarins. Þegar betur var að gáð fóru þeir niður á höfn, en inn í eða upp á annan bát!!  Blaðamaður Stykkishólms-Póstsins spurði Óskar Guðmundsson þetta hverju sætti...

Meira..»

Vatnið tekið af í nótt

Þeir hafa vafalaust verið margir í Stykkishólmi sem hrukku við nú í morgunsárið þegar þeir skrúfuðu frá vatninu hjá sér.  Fruss og læti í krönunum og skítugt vatn kom úr þeim.

Meira..»

Bensínverð lækkar í Stykkishólmi

Tíðindi gerast í Stykkishólmi.  Var á leiðinni í Borgarnes að ná mér í bensín þegar ég sá mér til óvæntrar ánægju að bensínverðið hafði lækkað  á sjálfsafgreiðslutanki Olís hér í bæ um 2 krónur.  Bensínlítrinn kominn niður í 117,3 kr. og díselolían í 114,5 .  Verður maður ekki að gleðjast yfir því þó verðið hefði vissulega mátt fara neðar.  Þetta er enn vont en betra þó.  Erum núna komin á sama verð og er á bensínstöðvunum í Borgarnesi.   
 srb                                                                                             
                                              

Meira..»