Nýlegt

Megas og Senuþjófarnir í Vatnasafninu

Megas og Senuþjófarnir voru með tónleika í Vatnasafninu síðastliðið föstudagskvöld og var mikið fjör og stuð  á þeim félögum.  Enda skemmtu fjölmargir áhorfendur sér hið besta.  Vatnasafnið er ekki stærsti tónleikasalur landsins en rúmar þó með góðu móti um 150 manns og það var sá fjöldi miða sem boðinn var til sölu á tónleikanna og seldust um 120 miðar.

Meira..»

Tilboð opnuð í Móholtið

Í síðustu viku voru opnuð tilboð í gatnagerð og lagnir í Móholtinu.  Það voru Orkuveita Reykjavíkur, Mílan ehf, Rarik og Stykkishólmsbær sem buðu verkið út sameiginlega.

Meira..»

Jólakort til styrktar Bergmáli

Bergmál er félag sem rekur hús á Sólheimum í Grímsnesi þar sem krabbameinssjúkum og langveikum hefur verið boðið að gista sér að kostnaðarlausu í vikutíma sér til ypplyftingar. Nú eru til sölu jólakort til styrktar samtökunum.

Meira..»

Snæfell sigraði Stjörnuna 101-86

Snæfell vann í kvöld sínn fyrsta leik í Ideland Expressdeildinni þegar líðið sigraði Stjörnuna í kvöld 101-86. Það var þó Stjarnan sem byrjaði betur í kvöld og voru með sannkallaða þristasýningu á köflum í fyrri hálfleik. Það var hinsvegar töluverður vandræðagangur á Snæfelli framan af fyrri hálfleik en leikur liðsins lagaðist þó smám saman.  Þó liðið hafi ekki átt neinn stórleik þá glitti í gamalkunna takta á köflum.

Meira..»

Snæfell – Stjarnan – Textalýsing

Leikur Snæfells og Stjörnunnar er hafinn og munum við greina frá gangi hans hér í kvöld.
Byrjunarliðin eru :
Snæfell: Hlynur, Slobodan, Justin, Sigurður, Atli
Stjarnan: Sævar, Dimitar, Steven Thomas, Muhamed Taci, Fannar Helgason
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson

Meira..»

Snæfell – Stjarnan í kvöld

Snæfell mætir Stjörnunni í Iceland Expr.deildinni hér heima í Fjárhúsinu í kvöld kl.19:15. Þetta er annar heimaleikur Snæfells á tímabilinu og ekkert annað í stöðunni en að vinna hann. Það er mikilvægt fyrir liðið að tapa ekki heimaleikjum sínum og nú með tilliti til gengi liðsins í fyrstu þremur leikjum liðsins, þá er gríðarlega mikilvægt að landa sigri í kvöld. Það myndi létta pressunni af liðinu sem magnast með hverjum ósigri þar til fyrsta sigri er landað.

Meira..»