Laugardagur , 22. september 2018

Nýlegt

HSH tapaði fyrir ÍBR

KR-ingarinir í ÍBR reyndust Snæfellingum erfiðir í dag og sigruðu lið HSH 34-40. Stigaskorið var: HSH-ÍBR 34-40 (8-10, 17-20, 21-27)
HSH: Hlynur Bæringsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Magni Hafsteinsson 5, Elvar Alfreðsson 4, Atli Rafn Hreinsson 4, Arnór Hermundsson 3, Sveinn A Davíðsson 2.
ÍBR: Brynjar Þór Björnsson 14, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Darri Hilmarsson 8, Baldur Ragnarsson 5, Finnur Atli Magnússon 3, Sigurður Ólafsson 1.
Sjá önnur úrslit á síðu KKÍ

Meira..»

Vatn úr myllu kölska í Vatnasafninu

Á morgun laugardag kl.20:30 verður Guðlaugur K. Óttarsson með tónleika í Vatnasafninu ásamt Einari A. Melax.  Samkvæmt fréttatilkynningu frá þeim þá munu þeir m.a. frumflytja nýtt tónverk auk ópusa af Dense Time og verk eldri meistara.  Til flutningsins verða notuð ýmis hljóðfæri s.s. rafgítar, tölvugítar, viola da gamba og slagverk ýmiskonar.  Þá verður upplestur og fyrirlestur. 

Meira..»

Leyfilegur þorskveiðiafli 130 þús. tonn

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla fiskveiðiárið 2007-2008 og samkvæmt henni verður þorskafli skorinn niður um 63 þús. tonn þ.e. úr 193 þús. tonnum í 130 þús tonn.

Meira..»

Sigur hjá meisturunum í fyrsta leik

Þeir byrjuðu vel í körfunni HSH strákarnir sem eru núverandi landsmótsmeistarar, í sínum fyrsta leik ál landsmótinu því þeir sigruðu lið ÚÍA 50-27. Magni fyrirliði var stigahæstur með 15 stig en næstur kom Arnór Hermundarson með 9 en hann er kominn ferskur í körfuna eftir ársdvöl í Ameríkunni. Nánar má sjá um leikinn og aðra leiki í fyrstu umferðinni á karfan.is

Meira..»

Landsmót UMFÍ hafið

Landsmót UMFÍ sem að þessu sinn er haldið í Kópavogi er hafið en það verður óvenju umfangsmikið og glæsilegt í tilefni af því að Ungmennasamband Íslands fagnar 100 ára afmæli í ár.

Meira..»

Siglingamenn

Eins og getið er hér að framan þá eru það Björn Heiðar og Bjarki Gunnarsson sem eru nú staddir hér að kenna siglingar hjá siglingadeild Snæfells og koma báðir frá Akureyri.  Þeir komast því á spjöld sögunnar hjá siglingadeild Snæfells sem fyrstu kennararnir við siglingadeildina.  Stykkishólms-Pósturinn hitti strákana á bryggjunni á mánudaginn þar sem þeir voru í óða önn við að gera seglbátana klára fyrir fyrsta námskeiðið og máttu því lítið vera að því að spjalla en gáfu sér þó smá tíma. 

Meira..»