Nýlegt

Lykill að lífi – landssöfnun Kiwanis

Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus verða bakhjarlar landssöfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra sem fram fer dagana 4.-7. október.

Meira..»

Aton rifið

Í morgun voru restarnar rifnar af Aton eða JL-húsinu eins og það var e.t.v. oftast nefnt.  Það voru BB&synir sem sáu um niðurrifið en þeir rifu einnig niður gamla brunaskúrinn nú í ágúst, en hann var litlu neðar í brekkunni.  Það er hinsvegar Baldur Þorleifsson trésmiður sem nú er handhafi lóðarinnar en hann bauð hæst í lóðina og niðurrif á húsinu þegar það var boðið út  í sumar.

Meira..»

Snæfell komnir í úrslitaleikinn

Snæfell sigraði þriðja og síðasta leikinn í ríðlinum í dag á Greifamótinu á Akureyri þegar þeir sigruðu Breiðablik 77-65. Strákarnir eru því komnir í úrslitaleikinn á morgun gegn Skallagrími sem sigruðu hinn riðilinn og verður sá leikur kl.13.
Skorið gegn Breiðablik
Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 18, Árni Ásgeirsson 15, Justin Shouse 12, Jón Ólafur Jónsson 10, Gunnlaugur Smárason 5, Anders Katholm 5, Bjarne Nielsen 4, Atli Hreinsson 3, Guðni Valentínusson 2, Sveinn Davíðsson 2.
Stig Breiðabliks: Tony Cornett 23, Halldór Halldórsson 9, Rúnar Erlingsson 7, Loftur Einarsson 6, Aðalsteinn Pálsson 6, Trausti Jóhannesson 5, Sævar Sævarsson 3, Kristján Sigurðsson 2, Þorvaldur Hauksson 2, Rúnar Pálmarsson 2.

Meira..»

Þrír sigrar á Greifamótinu

Snæfell er nú búið að leika þrjá leiki á Greifamótinu á Akureyri og unnið þá alla. Sigruðu Tindastól í gær 89-77 og KR í morgun 74-72. Nú í dag sigruðu þeir svo lið Breiðabliks með 12 stigum 77-65 og eru því komnir i úrslitaleikinn í mótinu sem verður leikinn á morgun.

Meira..»

Enn sigrar Snæfell

Snæfell lék annan leikinn sinn í Greifamótinu í morgun og í þetta sinn var það stjörnumprýtt lið KR sem var andstæðingurinn. Lukkan hefur átt það til að vera KR megin í viðureignum þessara liða en hún hefur nú greinilega skipt um lið, ekkert pláss fyrir hana lengur og kannski engin þörf heldur fyrir KR með allan þennan mannskap. En sem sagt öruggur sigur hjá Snæfelli 74-72 og það var Justin Shouse sem tryggði sigurinn með körfu á lokasekúndunum en hann var með heil 38 stig í leiknum.

Meira..»