Laugardagur , 22. september 2018

Nýlegt

Siglt seglum þöndum

Nú eru krakkarnir að komast vel í gang í siglingadeildinni eftir nokkra daga siglingar undir leiðsögn þeirra Bjarka og Björns frá Akureyri.  Seglbátarnir setja óneitanlega skemmtilegan og líflegan svip á höfnina og það svæði sem þeir sigla um.  Krakkarnir hafa raunar þurft að sigla út fyrir höfnina til að komast í stöðugan vind sem er auðveldari að sigla í en óstöðugur og breytilegur vindur.

Meira..»

Sumarbúðir Rauða krossins

Undanfarna viku hafa dvalið í Hólminum 13 einstaklingar og tekið þátt í sumarbúðum fyrir fatlaða.  Sumarbúðirnar eru á vegum Rauða krossins og frá því að þær voru fyrst árið 2005 hafa hjónin Gunnar Svanlaugsson skólastjóri og Lára Guðmundsdóttir kennari haft umsjón með þeim. 

Meira..»

Opnun ljósmyndasýningar í Malarrifsvita

Rúmlega 40 manns voru við opnun ljósmyndasýningar í Malarrifsvita sl. laugardag sem haldin er til heiðurs merkismanninum Þórði Halldórssyni frá Dagverðará en þar var einnig opnuð myndlistarsýning Ásdísar Arnardóttur frá Brekkubæ í Breiðuvík.

Meira..»

Sigur hjá Snæfelli

Lið Snæfells í 3.deild karla er heldur að rétta úr kútnum og strákarnir unnu sinn fyrsta leik í ár um helgina þegar þeir sigruðu lið Afríku á útivelli 4-2.  Þar fór Kjartan Karvelsson á kostum og skoraði þrennu og Andri Freyr Hafsteinsson skoraði eitt.  Ekki má heldur gleyma markverðinum Snæbirni Aðalsteinssyni, hann er nýkominn til liðsins frá Víkingi Ólafsvík og byrjaði með stórleik.

Meira..»

Siglingadeild Snæfells að byrja

Í dag, mánudag munu Topperbátar sigingadeildarinnar verða settir á flot og verða við flotbryggjuna niður á höfn.  Tveir leiðbeinendur eru komnir og mun sjá um kennslu í siglingum á vegum siglingadeildarinnar.  Á milli kl.15 og 16 í dag eru allir velkomnir niður á höfn að kíkja á bátana og að skrá sig eða til viðræðna um námskeið sumarsins.

Meira..»