Laugardagur , 22. september 2018

Nýlegt

Blíða á blíðu ofan

Það var margmenni í Stykkishólmi um helgina í blíðskaparveðri sem hefur nú nú nánast verið samfellt síðan fyrstu viku júnímánaðar.  Tjaldstæðið kjaftfullt þannig að sumir þurftu að tjalda á þeim blettum sem lausir voru annarsstaðar s.s. inni í Vík.  Greinilega mikið af fjölskyldufólki á ferðinni og fólk í leik í sundlauginni á golfvellinum, íþróttavellinum og þeim auðu blettum sem fundust í nágrenni tjaldsvæðisins

Meira..»

Tap gegn ÍBV hjá Snæfellsnesi í 3.fl.kv.

Stelpurnar í 3.flokki voru ekki alveg í stuði gegn ÍBV síðastliðinn fimmtudag.  Leikinn er 7 manna bolti og var staðan í hálfleik 4-1 fyrir ÍBV sem unnu svo seinni hálfleikinn 5-0 og þar með leikinn 9-1.  ÍBV eru efstar í þessum riðli á Íslandsmótinu en Snæfellsnes eru í 6.sætinu

Meira..»

Snjógæs verpur við Breiðafjörð

Um miðjan júní barst Háskólasetri Snæfellsness og Náttúrustofu Vesturlands ábending um mögulegt varp snjógæsar á eyju í Breiðafirði. Var strax ákveðið að Jón Einar Jónsson (HS) kannaði málið, enda rannsakaði hann snjógæsir í Louisiana, Bandaríkjunum, á árunum 2000-2005.

Meira..»

Gunnhildur íþróttamaður ársins

Gunnhildur Gunnarsdóttir var kjörinn íþróttamaður ársins hjá Snæfelli fyrir árið 2006. Gunnhildur fékk afhenta síðbúna viðurkenningu í gær á frjálsíþróttamóti HSH á Stykkishólmsvelli.  Gunnhildur hefur  alla tíð skarað fram úr  á meðal jafnaldra sinna í körfuknattleik og einnig í frjálsum íþróttum. 

Meira..»

Jónsmessuganga á Snæfellsjökul

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stóð fyrir jónsmessunæturgöngu á Snæfellsjökul um helgina. Lagt var af stað frá Jökulhálsi í um 600 m hæð kl. 21 um kvöldið og var toppinum náð á rúmum 3 klukkutímum.

Meira..»