Nýlegt

Sigur í fyrsta leik

Snæfell lék fyrsta leikinn í Greifamótinu á Akureyri í kvöld og andstæðingurinn var Tindastóll. Leiknum lauk með sigri Snæfells 89-77.
Stigaskorið var:
Stig Snæfels: Justin Shouse 28, Sigurður Þorvaldsson 20, Anders Katholm 12, Árni Ásgeirsson 7, Jón Ólafur Jónsson 7, Bjarne Nielsen 4, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Davíðsson 3, Gunnlaugur Svansson 2, Daniel Kazmi 2.

Stig Tindastóls: Ísak Einarsson 22, Donald Brown 15, Svavar Birgisson 12, Marcin Konararzovsky 8, Sergy Poppe 7, Igor Traikovsky 6, Kristinn Friðriksson 4, Helgi Viggósson 2.

Meira..»

Rall á Snæfellsnesi

Nú stefnir í að haldið verði rall á ný hér á Snæfellsnesi í lok mánaðarins þ.e. laugardaginn 29.sep.  En nokkuð langt er um liðið síðan síðast var keppt hér.  Sjá má á vef Landssambands íslenskra akstursfélaga að skráning er hafinn í rall sem gengur undir nafninu Snæfellsnesrallí en Stykkishólmsrallí í umræðunni á vefnum. 

Meira..»

Veðramót

Þær hafa nokkrar kvikmyndirnar verið teknar á Snæfellsnesi í gegnum árin.  Nýverið var unnið að tökum á tveimur bíómyndum, Veðramótum Guðnýjar Halldórsdóttur leikstjóra  og svo Brúðguma Baltasars Kormáks. 

Meira..»

Greifamótið á morgun

Snæfell heldur á morgun til Akureyrar þar sem strákarnir taka þátt í Greifamótinu.  Þeir hefja leik kl.19 gegn Tindastól.  Á laugardaginn mæta þeir svo KR kl.9 og Breiðabliki kl.15.  Allir þessir leikir fara fram í Höllinni á Akureyri.  Úrslitaleikir um sæti eru svo á sunnudeginum.

Meira..»

Kári í heimsókn

Þá sjaldan lognið bregður sér af bæ hér í Stykkishólmi á Kári frændi það til að koma í heimsókn.  Hann er einn af þessum leiðinlegu frændum sem þú vilt helst ekki fá í heimsókn en sættir þig þó við það ef hann staldrar ekki lengi við.

Meira..»

Margir á fundi um höfnina

Á mánudagskvöldið stóð stýrihópur um framtíðarsýn fyrir Stykkishólmshöfn fyrir opnum fundi á Ráðhúsloftinu þar sem hugmyndir hópsins að deiliskipulagi hafnarinnar voru kynntar. 

Meira..»