Nýlegt

Snæfell sigraði Skallagrím

Snæfell og Skallagrímur léku í kvöld fyrri leikinn af tveimur æfingaleikjum þessa helgina og fór leikurinn fram í Fjárhúsinu. Leiknum lauk með öruggum sigri Snæfells 95-70 en Skallagrímur leiddi í hálfleik með 9 stigum 37-46.

Meira..»

Æfingaleikur hjá Snæfelli

Snæfell leikur í kvöld æfingaleik gegn Skallagrími hér heima kl.19.  Skallagrímsmenn tóku þátt í Valsmótinu s.l. helgi þar sem þeir unnu tvo af fjórum leikjum.  Þetta er hinsvegar fyrsti leikur Snæfells í ár og spennandi að sjá nýja menn taka sín fyrstu spor með liðinu.

Meira..»

Fundur um framtíðarsýn hafnarinnar

Nokkur umræða hefur verið um höfnina og umhverfi hennar í framhaldi af frétt í Stykkishólms-Póstinum um umsókn Péturs Ágústssonar hjá Sæferðum og Sæþórs Þorbergssonar á Narfeyrastofu um lóð á hafnarsvæðinu til að byggja þjónustu- og veitingahúsnæði.

Meira..»

Fjölskyldustefna í mótun fyrir Stykkishólm

Á vordögum 2007 skipaði bæjarstjórn í stýrihóp um fjölskyldustefnu sem mótuð skyldi fyrir Stykkishólm.  Þriggja manna stýrihópur var myndaður þ.e. Anna Melsteð sem er formaður, Ingi B. Ingason og Guðný Pálsdóttir.  Hlutverk stýrihópsins er að móta fjölskyldustefnu fyrir lok mars árið 2008.
Sjá nánar hér.

Meira..»