Nýlegt

Brú á milli skóla og atvinnulífs

Löngun til að mennta sig meira býr í mörgun og ekki síður þeim sem eru orðin fullorðin.  En þegar langt er um liðið frá því að fólk var síðast í skóla getur verið erftit að byrja aftur.  Símenntunarmiðstöðin, í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, býður fólki 20 ára og eldra upp á námstækifæri sem er brú á milli frammhaldsskóla og atvinnulífsins.  Kennslan fer fram í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  Sjá nánar hér

Meira..»

Hótel Stykkishólmur til sölu

Þær fara víða sögurnar í bænum og ein er sú að búið sé að selja Hótel Stykkishólm.  Pétur Geirsson eigandi hótelsins var því inntur eftir því hvort einhver fótur væri fyrir sögunni.  Hann neitaði því, ekki væri búið að selja hótelið en vissulega væru ákveðnar viðræður í gangi um sölu þess en lengra væri málið ekki komið.

Meira..»

Biggi sjötugur

Gísli Birgir Jónsson trésmiður Skólastíg 18a er sjötugur í dag og fær árnaðaróskir frá Stykkishólms-Póstinum.

Meira..»

Smá ,,Dash“ af Flugfélagi Íslands

Það er ekki á hverjum degi sem stærri farþegaflugvélar sjást á flugi yfir Stykkishólmi hvað þá að þær lendi hér á flugvellinum.  Síðastliðinn laugardag heyrðist í flugvél sem hljómaði eins og þar færi stærri vél en fjögurra sæta Cessna.  Það sást til fólks þar sem það forðaði sér á hlaupum af golfvellinum minnugt þess þegar flugvél lenti þar fyrir ári eða svo. 

Meira..»

Höfnin

Það er sem fyrr margt áhugavert í fundargerðum hinna ýmsu nefnda bæjarins nú í ágúst þó eitt erindi veki e.t.v meiri athygli en annað því það var tekið fyrir á þremur stöðum.  Það var umsókn Péturs Ágústssonar og Sæþórs Þorbergssonar um lóð við höfnina á grjótgarðinum við Árnasteina en það er litli garðurinn sem stendur inn í höfnina til móts við Súgandisey. 

Meira..»