Nýlegt

Glys og Glamúr í beinni

Söngvakeppni framhaldsskólanna fer fram á Akureyri um helgina og verður úrslitunum sjónvarpað beint í Ríkissjónvarpinu kl. 20:50 á laugardagskvöldið. Fjölbrautaskóli Snæfellinga á þar fulltrúa.

Meira..»

Jaðarinn kominn á Laufásinn

Rétt fyrir páska var loks komið að því að flytja húsið Jaðar af Aðalgötu 19 upp á Laufásveg 6.  Búið var að losa það frá skorsteininum og rífa allt innan úr húsinu og því nánast bara bárujárnsklædd grindin sem var flutt.  Húsið er í einkaeigu en það var Stykkishólmsbær sem kostaði flutninginn.

Meira..»

María fertug

María Bryndís Ólafsdóttir Borgarbraut 20 er fertug í dag og fær af því tilefni hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum. Önnur afmælisbörn dagsins, sem eru nokkur hér í Stykkishólmi, fá einnig hamingjuóskir.  Ekki síst hún Olga í Áskinninni en hún var að skríða yfir „tvítugt“.

Meira..»

Drög að verndaráætlun kynnt

Drög að verndaráætlun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls liggja frammi á bæjarskrifstofum og geta bæjarbúar kynnt sér efni hennar og sent inn ábendingar til þjóðgarðsins.

Meira..»

Vatnslaust um tíma í Stykkishólmi

Vatnslaust varð í Stykkishólmi laust eftir kl.11 í morgun er heimæðin inn í bæinn var tekin í sundur rétt neðan við Hamraenda. Það var verktaki sem var að vinna við nýju affallslögnina sem hjó í þá gömlu með þeim afleiðingum að gat kom á lögnina. Starfsmenn Orkuveitunnar hófu þegar viðgerð sem tafðist þó sökum þess að mikið vatn var í lögninni og mikið rann úr henni eftir að skrúfað hafði verið fyrir hana. Það tók því tíma að komast að biluninni. Viðgerð er nú lokið og vatn var komið á að nýju rétt eftir kl.14.

Meira..»