Nýlegt

Berglind og Helga valdar í U16

Berglind Gunnarsdóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir hafa verið valdar í 25 stúlkna æfingingahóp hjá landsliðinu undir 16 ára. Liðið mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Svíþjóð í maí.

Meira..»

Snæfell- KR

Þá er fjórða leik Snæfells og KR lokið með sigri KR 80-104 og staðan þar með orðin 2-2.  Þessi leikur fer svo sannarlega ekki í sögubækur Snæfells sem besti leikur allra tíma. Snæfellingar voru engan veginn að ráða við verkefnið og ljóst að þeir verða virkilega að girða sig í brók ef þeir ætla að veita KR-ingum einhverja keppni í DHL höllinni.  Það verður þó ekki af KR-ingunum tekið að þeir áttu sigurinn skilið, vildu meira og voru betri á flestum sviðum leiksins. Þó stundum sé stutt í takta KR-ingum sem lítið hafa með íþróttaandann að gera og nægir þar að nefna  leiðindatakta hjá Sola gagnvart Guðna Valentínussyni sem þurfti að yfirgefa völlinn vegna veikinda.

Meira..»

Bobby Fisher kennir skák

Eins og alkunna er þá hefur Bobby Fischer fyrrum heimsmeistari í skák sýnt áhuga á því að setjast að hér í Stykkishólmi. Hann mun ætla að prufa að dvelja hér í sumar og hyggst þá aðstoða vinkonu sína Roni Horn við það að útbreiða skáklistina í Stykkishólmi með skákkenslu í Vatnasafninu. Þau munu kynna þessi áform sín með smá fjöltefli og skákæfingu kl.14:00 í dag í Vatnasafninu. Allir eru velkomnir en munið að taka töflin með.

Meira..»

Framboðsfundur Stöðvar 2

Fréttastofa Stöðvar 2 og Ísland í dag munu standa fyrir röð kosningafunda á næstu vikum í tilefni komandi Alþingskosninga í maí. Fyrsti fundurinn var hér í Stykkishólmi síðasliðinn miðvikudag 28.mars.

Meira..»

Framkvæmdir hafnar nið’rá plássi

Borgarverk hefur nú hafið framkvæmdir við yfirborðsfrágang og fegranir í miðbænum.  Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri skrifaði af því tilefni í 12.tbl. Stykkishólms-Póstsins og greindi frá framkvæmd verksins.  Myndir eru Stykkishólms-Póstsins.

Meira..»

Hættir Pétur?

Eins og allir vita í Hólminum þá hefur ríkt hálfgert upplausnarástand hjá hinu stjörnumprýdda knattspyrnuliði Héraðsmeistaranna.  Eins og hjá mörgum stórliðum sem eru nær eingöngu mönnuð stórstjörnum þá getur verið erfitt að hafa alla góða.  Þar kom að framkvæmdastjóri og jafnframt aðalstjarna liðsins Pétur „Pele“ Krisinsson fékk nóg og sagðist hættur.

Meira..»