Nýlegt

Fyrirlestrar í Egilsenshúsi

Fjarfunda- og námsaðstaðan í Egilsenshúsi gefur ýmsa mögluleika og hefur frá upphafi verið ágætlega nýtt.  Í dag horfðu og hlustuðu áhugasamir á fyrirlestur sem Gunnar Þ. Hallgrímsson frá hjá Náttúrustofu Reykjaness flutti um sílamáfa og bar hann heitið „Af sílamáfum á Suðvesturlandi“ . 

Meira..»

Rafmagn fór af Snæfellsnesi

Rafmagn fór af á Snæfellsnesi laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld vegna bilunnar á línunni frá Vatnshömrum í Borgarfirði að Vegamótum.
Víða varð sjónvarpslaust við Breiðafjörð þegar sendir í Stykkishólmi varð óvirkur vegna rafmagnsleysis.

Meira..»

Hólmari ársins 2006

Þá erum við á lokasprettinum í kjöri á Hólmara ársins 2006.  Tilnefningar hafa streymt inn síðustu daga og vaxandi spenna með fleiri tilnefningum.  Enn skal það tekið fram að hægt er að tilnefna einn einstakling eða hóp og jafnframt að senda inn fleiri en eina tilnefningu, þó aldrei nema eina á sama aðilann. Tekið verður við tilnefningum fram til hádegis á miðvikudaginn 31.jan. og hægt að senda þær til ritstjórnar í tölvupósti eða hringja inn ef engin er tölvan.  Munið að hafa nafn og rökin fyrir tilnefningunni með.

Meira..»

Hanna María fimmtug

Þeir eru margir sem eiga merkisafmæli í Hólminum í dag og Hanna María Björgvinsdóttir á Skúlagötunni er ein þeirra en hún er fimmtug í dag.   '57 árgangurinn var ansi hreint fjölmennur í grunnskólanum hér í í den.  Þannig að nú geta ansi margir farið að gera sig klára fyrir fimmtugsafmælin.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Hönnu Maríu til hamingju með daginn sem og öðrum afmælisbörnum dagsins í Stykkishólmi.

Meira..»

Bræðurnir Benediktssynir þrítugir í dag

Tvíburabræðurnir og orkuboltarnir iðjusömu í BB&synir þeir Hafþór og Sævar eru þrítugir í dag.   Af því tilefni eru Helgfellingar og Hólmarar beðnir að halda sig innandyra og taka allt lauslegt úr görðum á meðan afmælið gengur yfir :-)  Þeir bræður fá hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum með daginn. 

Meira..»