Laugardagur , 17. nóvember 2018

Nýlegt

Snæfell – ÍR í kvöld

Snæfell mætir liði ÍR í kvöld kl.19:15  hér heima í Fjárhúsinu.  Þetta verður erfiður leikur því ÍR-ingarnir hafa verið að sækja í sig veðrið og eru eins og kunnugt er komnir í úrslitin í bikarnum.  Snæfell tapaði hinsvegar  síðasta leik gegn Þór Þorlákshöfn og því mjög mikilvægt að vinna í kvöld og reyna að koma sér ofar á töflunni.  Martin Thuesen er orðin löglegur og byrjaður að æfa á fullu en líklega verður hann þó ekki notaður í kvöld.  En nú er bara að mæta í kvöld og hjálpa strákunum á sigurbrautina á ný.  Áfram Snæfell.

Meira..»

Lifandi tónlist um helgina

Það verður mikið um tónlist í kirkjunni þessa helgina og óhætt að fullyrða að hún verður af ýmsum toga. 
Laugardaginn 10. febrúar verð haldnir tónleikar sem, skv. heimildum blaðsins, eru skipulagðir í tilefni 40 ára afmælis Hólmgeirs Þórsteinssonar tónlistarkennara hér í bæ þar sem vinir og samstarfsmenn Hólmgeirs koma fram.

Meira..»

Mikið fjör á Þorrafagnaðinum

Nú þegar tæp vika er liðinn frá Þorrafagnaðinum síðastliðinn laugardag þá er lífið að komast í sinn venjubundna farveg í Hólminum.  Það er ekkert grín að skella sér á þvílíka skemmtun sem Þorrafagnaðurinn er nánast æfingalaus.

Meira..»

Höddi fimmtugur

Hörður Sigurðsson rútueigandi á Þvervegi 6 er fimmtugur í dag og fær hann hamingjuóskir frá Stykkishólms-Póstinum og þann „heiður" öðrum afmælisbörnum dagsins fremur að fá mynd af sér..   Þau eru fleiri afmælisbörnin í dag Þór bæjarritari er 49 ára í dag, Gunnar skólastjóri er 53 og tvíburarnir Bjarne og Karina Nielsen eru 22 og fá öll afmælisbörn dagsins hamingjuóskir frá öllu starfsfólki Stykkishólms-Póstsins.

Meira..»

Háskólasetrið fær styrk frá Rannís

Háskólasetur Snæfellsness í Stykkishólmi hlaut nýverið um 10 milljón króna styrk úr Rannsóknasjóði Rannís til rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga og gæða búsvæða á framtíðarhorfur nýtingar og vistfræði æðarfugls. 

Meira..»

8.flokkur drengja í stórræðum

Strákarnir í 8.flokki stóðu sig vel um helgina þegar keppt var í D riðlinum í Seljaskóla í Reykjavík.  Unnu alla leiki sína og eru þar með komnir upp um riðil í C-riðilinn glæsilegur árangur hjá strákunum og Jóni Ólafi Jónssyni þjálfara.  En það það skyggði þó verulega á sigurgleðina að einn bíllinn sem ók suður lenti í  árekstri  á heimleiðinni skammt frá Hvalfjarðagöngum.  Fjórir drengir voru í bílnum auk bílstjóra og allir sluppu heilir en lemstraðir þó en bíllinn er ónýtur. 

Meira..»