Laugardagur , 22. september 2018

Nýlegt

Snæfell gegn Hamri/Selfoss í bikarnum

Eins og kunnugt er komst Snæfell áfram í kvennaflokki Lýsingarbikarsins með sigri á KR.  Í dag var dregið í 8-liða úrslitin og fengu stelpurnar heimaleik gegn Hamri/Selfoss og mun sá leikur verða sunnudaginn 7.janúar kl.19:15. 

Meira..»

Af bryggjunni

Það er ekki oft sem ríflega 18 tonna þungir bátar hafa verið hífðir beint upp á bryggjuna eins og gert var á laugaradaginn var en þá var Bíldsey SH 65 hífð upp á bryggju til viðgerðar.  En nú hefur fyrirtækið Sumarbústaðir ehf sem stendur í miklum byggingarframkvæmdum í bænum keypt öflugan krana sem nýtist m.a. í bátana. 

Meira..»

Spilað víða

Starfið í Tónlistarskólanum hefur verið mjög öflugt það sem af er vetri og fjölmargir verið þar við nám og nokkrir á biðlista.  Haustönninni lauk með fimm tónleikum á vegum skólans og þeir síðustu voru á fimmtudaginn í síðastliðinni viku.  Krakkarnir hafa þó þrátt fyrir það verið að spila í minni hópum, hér og þar um bæinn, í fylgd Hafsteins Sigurðssonar kennara síns.

Meira..»

Snæfell tapaði í Borgarnesi

Skallagrímur sigraði Snæfell í kvöld 83-77 eftir hörkuleik þar sem allt var á suðupunkti í lokin og Siggi og Hlynur fengu að fjúka út af með 5 villur.  Snæfell var með tveggja stiga forskot í leikhléi 38-40 en Skallagrímur sigraði 3 leikhluta og var yfir 59-58 við lok hans. 

Meira..»

Skallagrímur – Snæfell í beinni

Þau eru öflug krakkarnir í Grunnskólanum í Borgarnesi en nemendafélag skólans hefur í mörg ár starfrækt jólaútvarp um miðjan desember Útvarp Óðal fm 101,3.  Það er í gangi þessa dagana og í kvöld verða þau með beina útsendingu frá leik Skallagríms og Snæfells Iceland Expressdeildinni. Slóðin á Félagsmiðstöðina Óðal sem hýsir útvarpið er hér.  Þannig að þeir sem eiga alls ekki heimangengt í kvöld til að fara á völlinn í Borgarnesi og styðja Snæfell hafa þá þennan valkost. 

Meira..»