Nýlegt

Skipavík opnar glæsilega verslun

Skipavík opnaði í dag klukkan 13, glæsilega verslun í nýja verslunarhúsinu við Aðalgötuna.  Vöruúrvalið í nýjuversluninni er mun fjölbreyttara en það var í þeirri gömlu og er þar að finna flest það sem þarf til húsbygginga ásamt fjölbreyttu úrvali af heimilistækjum.  Í nýja húsinu er einnig Vínbúð ATVR og í byrjun apríl mun Lyfja einnig flytja þar inn.

Meira..»

Baldur flýtti brottför

Breiðafjarðarferjan Baldur hélt óvenjusnemma í áætlunarferð sína í morgun.  Samkvæmt áætlun á ferjan að fara klukkan 14:00 frá Stykkishólmi en í morgun fór hún klukkan tíu.  Með þessri breytingu á áætlun voru Sæferðir að koma til móts við óskir fólks norðan megin við fjörðinn en þar var farið að vanta vörur vegna þess hve ferðir ferjunnar hafa verið stopular undanfarið.

Meira..»

Grípa þarf þegar í stað til aðgerða við höfnina á Brjánslæk

Siglingu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs var felld niður  í dag, 30. nóv. vegna þess  að ekki var hægt að lenda við bryggjuna á Brjánslæk.  Hefur Baldur  orðið að fella niður ferðir  í 5 daga á skömmum tíma af þeim sökum.

Samtímis var greint frá því að vegurinn um Klettsháls væri ófær eða illfær.

Meira..»

Systkinin frá Vík

Víkurhjónin Ágúst Pálsson og kona hans Magðalena Níelsdóttir fluttu í Vík 9.júní 1926 og bjuggu …

Meira..»

Nýtt bókmenntafélag stofnað

Það er ekki á hverjum degi sem bókmenntafélag er stofnað á landinu, hvað þá í Stykkishólmi.  Sú er þó að verða raunin því á á morgun, föstudaginn 1.desember, verður haldinn á Fimm fiskum formlegur stofnfundur nýs bókmenntafélags.

Meira..»