Nýlegt

Tipparar 4.leikviku: Ingvaldur Magni og Vignir Sveins

Í leikviku 4 eru það Vignir Sveinsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar og Ingvaldur Magni Hafsteinsson lögreglumaður, Íþróttamaður ársins hjá HSH og liðsmaður Snæfells í körfunni sem mætast.  Vignir ku víst halda með Man.Utd. enda hann og Bobby Charlton jafngamlir og Ingvaldur er frekar hliðhollur Halifax af ókunnum ástæðum. Þá er bara spurning hvort þeir félagar nái Sigga Þorvalds sem er með besta árangurinn til þessa 7 rétta.

Meira..»

Tippararnir Davíð og Hlynur jafnir

Það er ekki að spyrja að því þegar tveir getraunaspekingar mætast þá getur þetta ekki endað með öðru en jafntefli og svo fór nú.  Báðir voru þeir nú reyndar ekkert sérlega getspakir, voru með 5 leiki rétta af 13, hefur sennilega verið mikið um óvænt úrslit.  Spurning hvað dómari keppninnar Rafn Rafnsson geri í málinu, það gæti ráðist af því hvernig þeir félagarnir spáðu fyrir Leeds og þar kom Hlynur betur út og spáði þó allavega jafntefli en Davíð hinsvegar tapi hjá Leeds.  Það ræðst væntanlega í næstu viku hvort þeir félagar nái að mýkja dómarann og fái aðra umferð.

Meira..»

Snæfell sigraði Hauka

Snæfell vann fremur auðveldan sigur á Haukum í kvöld 96-71.  Áhorfendur létu sig ekki vanta þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handbolta væri á sama tíma að leika hörkuleik gegn Frökkum í sjónvarpinu.  Þórður Njalla og Eggert Jóns létu sig ekki vanta á leikinn og komu sem fyrr akandi úr Reykjavík, það hlýtur að vera kominn tími á það að heiðra þessa dyggu stuðningsmenn í hálfleik á einhverjum heimaleiknum.

Meira..»

Snæfell – Haukar í kvöld

Snæfell mætir Haukum í Iceland Expressd. karla í kvöld hér á heimavelli.  Haukar komu á óvart í síðasta leik með því að sigra lið Grindavíkur 87-86.  Þannig að Snæfell þarf að mæta af fullum krafti í þennan leik ætli þeir sér sigur og komast þar með í 2.-3.sætið með KR.  Þá má geta þess að nýji leikmaður Snæfells Martin Thuesen verður væntanlega í sparifötunum á bekknum en von var á honum með flugi til landsins í gærkvöldi. 

Meira..»

Snæfell sigraði Þór Akureyri

Snæfellsstelpurnar sigruðu Þór Akureyri 39-64 í 2.deildinni á laugardaginn en leikið var á Akureyri.  Stelpurnar eru sem stendur í 4.sætinu með jafnmörg stig og Ármann/Þróttur sem er sæti ofar.  Næsti leikur hjá Snæfelli í 2.deildinni er gegn Breiðabliki B á útivelli.  Sjá stöðuna í deildinni hér og úrslit og leiki framundan hér.

Meira..»

Skallagrímur sigraði KR

Skallagrímur sigraði KR í kvöld 93-84.  Skallagrímur er því kominn með jafnmörg stig og Snæfell þ.e. 20 stig en Snæfell á leik til góða á móti Haukum á morgun.  Vinni Snæfell þann leik eru þeir komnir upp að hlið KR með 22 stig en KR telst þó fyrir ofan vegna þess að þeir höfðu betur í innbyrðisviðureignum.  Njarðvíkingar geta hins vegar orðið einir á toppnum með 24 stig, sigri þeir Hamar/Selfoss í kvöld.

Meira..»