Nýlegt

Talningu lokið hjá Samfylkingunni

Talningu er nú lokið í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi og úrslitin þau að Guðbjartur Hannesson sigraði í prófkjörinu, varð í 1. sæti með 477 atkvæði, Karl Matthíasson fékk 552 atkvæði í 1.-2. sætið, Anna Kristín Gunnarsdóttir 582 í 1.-3. sæti og Sigurður Pétursson 790 atkvæði í 1.-4. sæti.
1668 greiddu atkvæði og voru 69 seðlar auðir og ógildir.  Sjá nánar á vef Samfylkingarinnar xs.is.

Meira..»

Háskólasetur Snæfellsness tekið formlega í notkun í Stykkishólmi

Í gær var Háskólasetur Snæfellsness tekið formlega í notkun við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Stykkishólms.  Af því tilefni færði Magnús Magnússon ljósmyndari Háskólasetrinu og Háskóla Íslands frí afnot af náttúruljósmyndum sínum.  Fram kom í máli ræðumanna að Háskólasetur á landsbyggðinni væru Háskóla Íslands mikilvæg ekki síður en nærumhverfi setranna sjálfra.

Meira..»

Árekstur í Stykkishólmi

Árekstur varð í gærkvöldi á Aðalgötunni við gömlu kirkjuna.  Bíll sem var að snúa við á bílastæðunum við kirkjuna pósthúsmegin ók inn í hliðina á öðrum bíl sem ók vestur Aðalgötuna.  Kirkjan byrgði þar útsýnið en hún stendur eins og kunnugt er út í götuna.   

Meira..»

Snæfell tapaði fyrir KR

Snæfell tapaði fyrir KR í 2.deild kvenna í kvöld með 63-66 sem eru sömu tölur og voru í karlaleiknum á móti Haukum í gær en nú lenti sigurinn öfugu megin. 

Meira..»