Nýlegt

Snæfell á toppnum

Snæfell gerði sér lítið fyrir og sigraði lið Grindavíkur í Grindavík í kvöld 75-68.  Snæfell er því í toppsætinu með 16 stig tveimur stigum á undan næstu liðum KR og Skallagrím.  Tölfræðin úr leiknum hér.  Staðan í deildinni nú hér.  Tölfræði leikmanna eftir níu leiki hér. Nánar síðar.

Meira..»

Grindavík – Snæfell í kvöld

Það er sannkallaður stórleikur í kvöld hjá Snæfelli í Iceland Expressdeildinni en þá leikur Snæfell í annað sinn á skömmum tíma gegn Grindavík í Grindavík.  Fyrir viku var það bikarleikur nú er það deildin og nái Snæfell  að landa sigri þá tylla þeir sér á toppinn og ná tveggja stiga forystu á önnur lið.  Þannig að nú er það taka tvö í Grindavík og til mikils að vinna.  Sjá stöðuna í deildinni hér.

Meira..»

Bókmenntafélagið Drápuhlíð stofnað

Bókmenntafélagið Drápuhlíð var formlega stofnað í gær.  Það er Bragi Jósepsson sem er aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins og hann kynnti á stofnfundinum upphafið og aðdragandann að stofnun þess. 

Meira..»

ÓB komið í Stykkishólm

Komandi samkeppni á bensín- og olíusölumarkaðnum í Stykkishólmi er þegar farin að hafa áhrif á bensínverðið.  Nú eru dælur Olís orðnar ÓB dælur sem þýðir lægra verð þar í framtíðinni.  Í tilefni af opnun ÓB stöðvarinnar í Stykkishólmi þá er 5 kr. afsláttur af eldsneytsilítranum í dag og á morgun sunnudag.  Verðið á bensíninu  er því komið niður í 106,2 kr. á lítran í Stykkishólmi úr 112,7kr.  Það er því orðið ódýrast á Snæfellsnesi ef miðað er við það verð sem var út á nesi í vikunni og það hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna.

Meira..»

Snæfell – Keflavík í sjónvarpið

Síðasti leikur Snæfells í Expressdeildinni á árinu verður sannkallaður toppleikur gegn Keflavík hér heima í Stykkishólmi.  Leikurinn er settur á 29.des. en nú standa vonir til þess að hann verði sýndur í beinni í sjónvarpinu og ef af því verður þá mun leikurinn vera færður á laugardaginn 30.desember. 

Meira..»