Nýlegt

Snæfell sigraði UMFH

Snæfellsstelpurnar sigruðu lið UMFH nokkuð örugglega í gær, hér í Stykkishólmi 57-34.   Þær eru nú komnar upp í fjórða sætið í deildinni með 8 stig eftir 6 leiki, eru með jafnmörg stig og Ármann/Þróttur en eiga leik til góða.  En nú er stutt í næsta leik því stelpurnar eiga leik í bikarkeppninni á morgun.

Meira..»

Frelsið frumsýnt

Söngleikurinn Frelsið eftir  Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson, var frumsýndur í gær við góðar undirtektir áhorfenda.  Það er 7.-10.bekkur Grunnskólans í Stykkishólmi í samvinnu við Tónlistarskóla Stykkishólms sem standa að sýningunni og í allt eru það um 40 krakkar sem koma að sýningunni 10 í hljómsveit og 30 koma að leiklistinni.

Meira..»

Snæfell á toppnum

Snæfell gerði sér lítið fyrir og sigraði lið Grindavíkur í Grindavík í kvöld 75-68.  Snæfell er því í toppsætinu með 16 stig tveimur stigum á undan næstu liðum KR og Skallagrím.  Tölfræðin úr leiknum hér.  Staðan í deildinni nú hér.  Tölfræði leikmanna eftir níu leiki hér. Nánar síðar.

Meira..»