Föstudagur , 16. nóvember 2018

Nýlegt

Leikir meistaraflokka Snæfells

Leikjaplön meistaraflokka Snæfells í körfunni þetta tímabilið eru hér fyrir áhugasama.
Leikjaplan meistaraflokks karla er hér með bikarleikjunum í Lýsingarbikarnum en sem kunnugt er drógst Snæfell á móti Grindavík í Grindavík í 32 liða úrslitunum 25. eða 26.nóv.en liðin mun svo mætast á sama stað viku síðar í deildinni. Leikjaplanið er hér.
Leikjaplan meistaraflokks kvenna sem leikur í 2.deildinni er hér.

Meira..»

Snæfell sigraði Breiðablik

Snæfell sigraði í dag lið Breiðabliks í 2.deild kvenna 71-26 en leikið var í Stykkishólmi.  Snæfell er þá komið upp í fjórða sætið í deildinni með 2 sigra í fjórum leikjum.  Tölfræði leiksins er hér.

Meira..»

Tvö tilboð í Garðaflötina

Samkvæmt fundargerð bæjarráðs frá því í gær þá komu tvö tilboð í raðhús í eigu Stykkishólmsbæjar að Garðaflöt 1.-3a.   Hæst bauð Þ.B.Borg ehf. 36,2 milljónir fyrir hönd óstofnaðs félags en Neshjúpur eh bauð 35,7 milljónir.   Bæjarráð samþykkti að fela bæjastjóra að ganga til viðræðna við þessa tvo aðila.

Meira..»

Hratt flýgur lognið

Hann er aðeins að blása úr vestsuðvestan nú í Hólminum og hefur verið að gera síðustu tímana.  Veðrið hefur þó ekki náð þeim hæðum sem spáð var.   Samkvæmt veðurskiltinu á Aðalgötunni þá hefur vindurinn verið á bilinu 14-18 metrar  og nú klukkan 11 voru 14m á sek og hiti 2,5° og úrhelli. 

Meira..»

Af veðri og góðum nætursvefni

Óveðrið síðastliðinn sunnudag virðist ekki hafa náð að valda neinu verulegu tjóni í Stykkishólmi þó flóðhæð hafi verið óvenjulega há og vindur farið í um 36 metra á sek. í hviðum þegar hvassast var.

Meira..»