Nýlegt

Snæfell sigraði eftir framlengingu

Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 68-68 í leik liðanna en í framlengingu þá hafði Snæfell á endanum betur og sigraði 79-77.  Nánari upplýsingar eru ekki komnar en þó sagði tíðindamaður Stykkishólms-Póstsins að þetta hefði verið skemmtilegur og veldæmdur leikur.  Af Snæfellsmönnum hafi Sigurður Þorvaldsson og sérstaklega Justin Shouse sem hafi verið mjög góður, skarað framúr en þeir skoruðu báðir 22 stig.  Tölfræðin er hér.

Meira..»

Hamar/Selfoss – Snæfell í kvöld

Snæfell mun leika gegn Hamri/Selfoss í kvöld kl.19:15 og fer leikurinn fram í Hveragerði.  Snæfell er sem stendur í 3.sætinu í Iceland Expressdeildinni með 10 stig en á leik til góða á efstu liðin KR og Grindavík sem eru með 12 stig. 

Meira..»

Leikir meistaraflokka Snæfells

Leikjaplön meistaraflokka Snæfells í körfunni þetta tímabilið eru hér fyrir áhugasama.
Leikjaplan meistaraflokks karla er hér með bikarleikjunum í Lýsingarbikarnum en sem kunnugt er drógst Snæfell á móti Grindavík í Grindavík í 32 liða úrslitunum 25. eða 26.nóv.en liðin mun svo mætast á sama stað viku síðar í deildinni. Leikjaplanið er hér.
Leikjaplan meistaraflokks kvenna sem leikur í 2.deildinni er hér.

Meira..»

Snæfell sigraði Breiðablik

Snæfell sigraði í dag lið Breiðabliks í 2.deild kvenna 71-26 en leikið var í Stykkishólmi.  Snæfell er þá komið upp í fjórða sætið í deildinni með 2 sigra í fjórum leikjum.  Tölfræði leiksins er hér.

Meira..»