Laugardagur , 22. september 2018

Nýlegt

Hafþór Helgi Einarsson fertugur

Hafþór Einarsson trésmiður er fertugur í dag.  Hann er uppalinn í Lágholtinu hjá Einari og Rósu en tók upp á því að flytja suður þar sem hann býr nú. Hafþór ákvað að fagna afmælinu í útlöndum og sendir Stykkishólms-Pósturinn honum afmæliskveðju.     

Meira..»

Snæfell með meistaraflokk kvenna

Snæfell hefur skráð meistaraflokk kvenna til leiks í Íslandsmótinu í körfuboltanum í ár.  Það er gleðiefni því margar bráðefnilegar stúlkur eru að koma upp.  Liðið verður því ungt og róðurinn gæti því orðið erfiður svon fyrsta árið en framtíðin er þeirra.  Ekki er búið að ganga frá ráðningu þjálfara en ljóst að í þeim efnum búum við Hólmarar ágætlega nú um stundir.

Meira..»

Lego,sulta, ljósmyndir og Danskir dagar

Lokaundirbúningur fyrir Danska daga er nú í fullum gangi og mörg fyrirtæki og einstaklingar búin að taka til hendinni og fegra sitt umhverfi.  Nú fer að styttast í að skilafrestur renni út í þeim samkeppnum sem boðað var til í tilefni Danskra daga.  Skilafrestur rennur út kl.15:30 þegar Ráðhúsið lokar á morgun, miðvikudag.  Vert að minna Hólmara á að hægt er að senda eins marga muni, myndir eða sultur/marmelaði krukkur í keppnina og hver vill.  

Meira..»

Geof Kotila mættur

Þjálfari meistaraflokksins í körfunni er nú fluttur í Hólminn ásamt fjölskyldu sinn.  Æfingar eru að skríða af stað hjá strákunum og fara sjálfsagt á fullt eftir Danska daga þar sem strákarnir eru í stóru hlutverki annað hvort við ýmis störf til fjáröflunar eða spilandi körfubolta/streetball.  

Meira..»

Heimsfræg kvikmyndastjarna í Stykkishólmi

Það sást til Cate Blanchett kvikmyndaleikkonu í hádeginu í gær á Narfeyrarstofu.  Var hún þar á ferð með fjölskyldu sinni en skv. Fréttablaðinu í gær dvelst hún í góðu yfirlæti á Hótel Búðum þessa dagana.   Blanchett er áströlsk að uppruna og hefur leikið í fjölda heimsfrægra kvikmynda m.a. Lord of the Rings myndunum.  Hún hefur einnig verið tilnefnd til fjölda verðlauna víða um heim og hlotið mörg  m.a. Óskarsverðlaun á síðasta ári.  

Meira..»