Nýlegt

Bætur til skelbáta óbreyttar

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf nýverið út þrjár reglugerðir varðandi fiskveiðar á fiskveiðiárinu 2006-'07.  Ein þeirra fjallar um sérstaka úthlutun til báta sem  orðið hafa fyrir skerðingu á veiðiheimildum í hörpudiski og innfjarðarækju.  Þar kemur fram að bætur þessara báta verða óbreyttar í þorskígildum reiknað á næsta fiskveiðiári að bátum í Arnarfirði undanskildum.

Meira..»

Fylgstu með körfunni

Norðurlandamótið hjá Sigga og Hlyni og karlalandsliðinu er hér.
Gunnhildur Gunnars og U-16 á b-Evrópukeppninni hér. Á þessum vef eru ,,live" lýsingar af leikjum b-keppninnar.  Stelpurnar blogga líka á  http://www.blog.central.is/u16.
Fyrsti leikur Íslands er kl.17:15 að íslenskum tíma föstudaginn 4.ágúst.
Körfuknattleikssambandið er reglulega með tíðindi á sínum vef.

Meira..»

Ísland 73 Finnland 81

Hlynur spilaði í rúmar 20 mín. og var með 2 stig og 5 fráköst í fyrsta leik landsliðsins á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag.  Siggi spilaði í rúmar 8 og náði ekki að skora en tók eitt frákast.
Næsti leikur gegn Svíum er á morgun kl.14:30 að íslenskum tíma.

Meira..»

Snæfell með þrjá leikmenn í landsliðum

Snæfell á þrjá keppendur með landsliðum Íslands í körfubolta sem nú eru að keppa í Finnlandi.  Það eru Gunnhildur Gunnarsdóttir, Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson. 

Meira..»

Rotem komin hringinn

Ísraelska kajakkonan Rotem Ron lauk hringferð sinni umhverfis Ísland í dag um hálfþrjúleytið þegar hún koma að landi í fjöruborðinu í Stykkishólmshöfn ásamt nokkrum kajakræðurum sem reru með henni síðasta spölinn.  Hún hóf róðurinn í Stykkishólmi 8.júni og hefur því verið 53 daga á leiðinn og setti met í að róa ein síns liðs umhverfis landið.  Hún er fyrsti kajakræðarinn sem tekst að róa einn síns liðs umhverfis landið en nokkrir hafa reynt en ekki tekist.

Meira..»

Tap gegn Skallagrími

Snæfell spilaði gegn Skallagrími í Borgarnesi í gær.  Leiknum lauk með öruggum sigri Skallagrímsmanna 9-2 en staðan í hálfleik var 5-0.  Mörk Snæfells skoruðu Predraq Milosavljevic á 62mín. og Róbert Arnar Stefánsson á 65mín. 

Meira..»