Miðvikudagur , 19. september 2018

Nýlegt

Helgi Eiríks sjötugur

Helgi Eiríksson rafvirki, er sjötugur í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar Helga til hamingju með daginn.  Frést hefur að eitthvað muni verða sungið Helga til heiðurs á pallinum hjá honum á laugardagskvöldið kemur, rétt fyrir klukkan ellefu.  Þar ku vera mjög tónvissir karlar á ferð úr Reykjavíkinni undir stjórn Frissa (Kidda Friðriks), tengdasonar Helga.    

Meira..»

Handverksdagur í Norska húsinu.

Á morgun laugardag verður handverksdagur í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hægt verður að prófa vefstól og kynna sér knippl og baldýringu.  Sýndur verður skautbúningur sem safninu var færður að gjöf og faldbúningur í eigu Ingibjargar Ágústsdóttur.

Meira..»

Mikið líf hjá Mostra

Golfklúbburinn Mostri er eins og kunnugt er búinn að færa út kvíarnar og sér nú um tjaldsvæði bæjarins auk umhirðu golfvallarins.  Tjaldsvæðið og golfvöllurinn liggja nánast saman og tengjast  við golfskálann því tjaldsvæðið og golfvöllurinn eru sitthvoru megin við skálann.  Þar af leiðandi er klúbburinn nú kominn með fjóra fasta starfsmenn sem sjá um þessa starfsemi og standa vaktina til skiptis.   

Meira..»

Snæfell – Fjölnir

Strákarnir í 5.flokki í fótboltanum spiluðu í gær við A og B. lið Fjölnis í Grafarvoginum.  Skiptu félögin sigrunum bróðurlega á milli sín,  A lið Snæfells/Víkings vann sinn leik 4-0 en B liðið tapaði hinsvegar sínum leik gegn Fjölni 1-5.

Meira..»