Nýlegt

Snæfell sigraði Fjölni

Snæfell sigraði Fjölni 40-25 í síðasta leik sínum á hraðmóti Vals nú áðan og hafnaði þar með í 5.sæti á mótinu.

Meira..»

Tap á mót Þór

Snæfell tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn 33-36 á hraðmóti Vals í dag.  Þeir hafa því tapað tveimur og unnið einn.  Snæfell á þvi eftir einn leik á móti Fjölni um 5 sætið í mótinu og hefst sá leikur kl.17:00.  Um 7 sætið leika Skallagrímur og Valur.  Um 3 sætið leika Hamar og Haukar.  Það verða hinsvegar Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans hjá ÍR sem spila um 1.sætið  á móti Þór Þorlákshöfn.

Meira..»

Tap og sigur hjá Snæfelli

Snæfell tapaði fyrir Hamri í fyrsta leik sínum á hraðmóti Vals 37-41.  Snæfell sigraði svo Val í seinni leik dagsins 29-26. Leikið er 2x15mínútur án leikhléa í riðlunum en úrslitaleikirnir eru 2x18mín. með 1 leikhléi á lið í hvorum hálfleik.

Meira..»

Snæfell á hraðmóti Vals í dag

Snæfell leikur sinn fyrsta leik undir Geof Kotila í dag á hraðmóti Vals þegar þær mæta Hamri nú kl.12:00 í Seljaskólanum.  Snæfell er með flesta af sínum leikmönnum með sem eru þó misjafnlega langt komnir í undirbúningnum eftir því hvenær þeir hófu æfingar. 

Meira..»

Skipavík kaupir Rækjunes

Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. hefur keypt húsnæði það sem áður hýsti Rækjunes við Reitarveginn af Þórsnesi ehf. Kaupverð fékkst ekki uppgefið  Ekki liggur enn ljóst fyrir hvað Skipavík ætlar sér með nýja húsnæðið.

Meira..»

Snæfellingar að fá nýjan leikmann

Körfuknattleiksdeild Snæfells er nú að ganga frá samningi við nýjan leikmann.  Sá heitir Justin Shouse  og leikur í stöðu leikstjórnanda. Hann er 25 ára 1.85 á hæð, ættaður frá  Bandaríkjunum og var þar í Mercyhurst College sem er sami skóli  og Josh Helm fyrrum leikmaður KFÍ kom frá.  Justin lék hér á landi í fyrra með Drangi í 1.deildinni og stóð sig vel þar var með 37,7 stig og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í 18 leikjum.  Nánar síðar.

Meira..»