Föstudagur , 16. nóvember 2018

Nýlegt

Árdís í Reykjavíkurmaraþoni

Miðað við hina frægu höfðatölu sem við Íslendingar vitnum gjarnan í þá eru mestu hlaupagarparnir hér í bæ í Búðanesinu. Einungis tvö íbúðarhús er við götuna og innan við tíu íbúar.  Tveir af íbúum þeirrar fámennu götu þau Árdís Lára Gísladóttir og maður hennar Sveinn Helgason tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 19. ágúst og gerðu það með bravör. 

Meira..»

Tíðindi frá Körfuknattleiksdeild Snæfells

Sæl öll saman og gleðilegt haust. Þetta er nú kannski ekki hefðbundin kveðja, en fyrir körfuknattleiksunnendur er haustið sveipað sérstökum ljóma. Undirbúningstímabilið fyrir komandi leiktíð hefst og um leið fyllist það tómarúm sem sumarið hefur skilið eftir sig á kaffistofum bæjarins. Veturinn í vetur á án nokkurs vafa eftir að vera hrikalega skemmtilegur.  

Meira..»

Arnar að gera klárt

Það er ekki oft nú orðið að verið sé að gera skip klár til veiða við stóru bryggjuna en slíkt gerist þó enn sem betur fer.  Í dag voru þar skipverjar á Arnari SH 157 að gera trollið klárt.        

Meira..»

Framkvæmdir við kirkjuplanið

Nú er unnið af fullum krafti við að gera kirkjuplanið og veginn upp að kirkjunni klárt fyrir malbikun í lok mánaðarins.  Það eru BB & synir sem sjá um verkið en þeir voru með lægsta boðið í verkið upp á um 5,7 milljónir.

Meira..»