Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Nýlegt

Blakið byrjað hjá stelpunum

Blakdeildin vill minna konur á að blakæfingar eru hafnar.  Allar konur sem hafa áhuga  á að spila og læra blak í góðum félagsskap eru velkomnar á æfingar á mánudögum kl.19:30 og miðvikudögum kl.20:00.  Það er Hreinn Þorkelsson sem mun þjálfa hópinn.

Meira..»

Gefum blóð

Blóðbankabíllinn er nú í Stykkishólmi og staðsettur við Íþróttamiðstöðina.  Allir þeir sem eru aflögufærir  um blóð eru minntir á að hver blóðdropi er vel þeginn og að blóðgjöf er lífgjöf.  Blóðbankabíllinn tekur á móti blóðgjöfum til kl.17. í dag.

Meira..»

Þungt í hestamönnum

Urgur er á meðal hestamanna í Snæfellingi vegna úthlutunar Landbúnaðarráðuneytisins á styrkjum til byggingu 28 reiðhúsa vítt og breitt um landið, alls 330 milljónum króna.  Hestamenn á Snæfellsnesi sem Stykkishólms-Pósturinn hefur rætt við eru ósáttir við vinnubrögð úthlutunarnefndar-innar og óttast þeir nú að ef þessi úthlutun stendur þá komi það til með að valda verulegri fækkun félaga í Snæfellingi. 

Meira..»

Hrefna sjötug

Hrefna Þorvarðardóttir í Áskinn 7 er sjötug í dag.  Stykkishólms-Pósturinn óskar henni til hamingju með daginn.

Meira..»