Nýlegt

Steinunn Dóra fimmtug

Steinunn Dóra Garðarsdóttir í Árnatúni 5 er fimmtug í dag og óskar Stykkishólms-Pósturinn henni til hamingju með daginn, sem og öðrum afmælisbörnum dagsins.  En samkvæmt lauslegri talningu þá eru afmælisbörnin tíu hér í Hólminum í dag.

Meira..»

ÍR vann hraðmót Vals

Það  voru ÍRingar sem unnu hraðmót Vals en þeir sigruðu Þór Þorlákshöfn 72-49 í úrslitaleiknum.  En röðin varð þessi á mótinu:
1. ÍR
2. Þór Þorl.
3. Haukar
4. Hamar
5. Snæfell
6. Fjölnir
7. Skallagrímur
8. Valur

Meira..»

Snæfell sigraði Fjölni

Snæfell sigraði Fjölni 40-25 í síðasta leik sínum á hraðmóti Vals nú áðan og hafnaði þar með í 5.sæti á mótinu.

Meira..»

Tap á mót Þór

Snæfell tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn 33-36 á hraðmóti Vals í dag.  Þeir hafa því tapað tveimur og unnið einn.  Snæfell á þvi eftir einn leik á móti Fjölni um 5 sætið í mótinu og hefst sá leikur kl.17:00.  Um 7 sætið leika Skallagrímur og Valur.  Um 3 sætið leika Hamar og Haukar.  Það verða hinsvegar Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans hjá ÍR sem spila um 1.sætið  á móti Þór Þorlákshöfn.

Meira..»

Tap og sigur hjá Snæfelli

Snæfell tapaði fyrir Hamri í fyrsta leik sínum á hraðmóti Vals 37-41.  Snæfell sigraði svo Val í seinni leik dagsins 29-26. Leikið er 2x15mínútur án leikhléa í riðlunum en úrslitaleikirnir eru 2x18mín. með 1 leikhléi á lið í hvorum hálfleik.

Meira..»