Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Nýlegt

Vökustaurinn vaktar tjaldsvæðið

Undirritaður hefur verið samningur við Vaktþjónustuna Vökustaur ehf um vöktun á tjaldsvæðinu utan opnunartíma afgreiðslunnar.  Þar með  er komin vöktun alla 24 tíma sólarhringsins á svæðið.

Meira..»

Listrænt bílaverkstæði í Stykkishólmi!

Þórði Magnússyni og starfsmönnum hans í fyrirtækinu Ásmegin er  ýmislegt til lista lagt í orðsins fyllstu merkingu.  Þó verkefni þeirra séu flest tengd bílum eðli málsins samkvæmt þegar um bílaverkstæði er að ræða.  Þá koma líka inn önnur verkefni sem eru með öllu ótengd bílum og það á við það verkefni sem þeir hafa verið að vinna að nú að undanförnu. 

Meira..»

Snæfell – Tindastóll 1-8

Nú gerist það hratt eftir um 20 mín er staðan orðin 2-0  leikf yrir Tindastól sem leikur heldur á  móti vindinum.
Staðan komin í 3-0 fyrir Tindastóll en Snæfellingar þó að hressast og heldur minnkað vindurinn er nú aðeins 9 metrar á sek.
43 mín Predraq skoraði fyrir Snæfell og staðan orðin 3-1.
45 mín Tindastólsmenn bættu við fjórða markinu með síðustu spyrnu hálfleiksins staðan 4-1 í hálfleik fyrir Tindastól.
46.mín Seinni hálfleikur hafinn og enn hægir vindinn kominn niður í 8ms.
50. mín 5-1 Stórglæsilegt mark hjá Tindastólsmönnum, við skeytin í vinstra hornið uppi, sláin inn.
65 mín. Fátt gerst síðustu mínúturnar staðan enn 5-1
75 mín.  6-1 Tindastólsmenn bæta enn við marki eftir harða sókn.
80 mín. Snæfellsmenn með þrumuskot rétt framhjá.  Nú kemur lognið úr suðvestan sem þýðir að vindurinn er þvert á völlinn.
82 mín 7-1 Tindastólsmenn bæta enn við.
87 mín 8-1 Tindastóll með mark eftir hornspyrnu.  Snæfellsmönnum mislagðar fætur við að hreinsa frá sem endar með því að boltinn berst til Tindastólsmanns sem skallar hann inn.
90 mín enn syrtir i álinn hjá Snæfelli einum leikmanni vikið af leikvelli.
Leik lokið með sigri Tindastóls 8-1

 

Meira..»

Unglingalandsmótið á Laugum framundan

Nú styttist í hið árlega unglingalandsmót sem að þessu sinni er haldið að Laugum í Þingeyjarsveit dagana 4.-6.ágúst.   Spá fréttamanna segir að það verði ennþá öflugara unglingalandsmót að Laugum heldur en var í Vík í Mýrdal í fyrra!  Nú þegar er hafin skráning á unglingalandsmótinu og hvetur HSH foreldra til að skrá börnin sín til keppni á slóðinni www.ulm.is 

Meira..»