Föstudagur , 21. september 2018

Nýlegt

Krakkar í heimsókn

Það hefur verið gaman að fylgjast með því hvað starfsfólk leikskólans hefur verið duglegt að fara með krakkana í leikskólanum í göngutúra.  Í morgun voru nokkrir krakkar úr leikskólanum að skottast á Frúartúninu að tína blóm.  Þau sögðust vera á  Bangsabæ og voru búin að tína fullt af blómum. 

Meira..»

Jafntefli í fyrsta leik

Það var eftirvænting í stúkunni á Stykkishólmsvelli í dag þegar Snæfell spilaði sinn fyrsta leik í tíu ár meistaraflokki í knattspyrnu.  Áhorfendur voru þó nokkrir og fjölgaði þegar leið á leikinn og voru margir bjartsýnir á góð úrslit.  Snæfellsliðið mætti liði Neista frá Hofsósi og átti alveg prýðisleik sem þó dugði ekki til meira en jafnteflis 1-1 í jöfnum leik sem hefði þó með smá heppni getað endað með sigri Snæfells.

Meira..»

Meirihlutinn hélt

Eftir kosningarnar er það ljóst að meirihluti D-listans hélt og gerði í raun örlítið betur en síðast, bætti við sig 0,6% fylgi og fékk nú 52,9% á móti 47,1% L-lista.  D-listinn verður því í meirihluta næstu fjögur árin líkt og hann hefur verið síðastliðin 32 ár, með 4 bæjarfulltrúa en L-listinn með 3. 

Meira..»

Talningu atkvæða í Stykkishólmi lauk kl. 00:48 og var kvöldið afar spennandi og mjótt á munum framan af. 92,6% kjörsókn var og af 738 atkvæðum voru 16 auðir seðlar eða ógildir. D-listi hlaut 382 atkvæði og L-listi 340 atkvæði.

Spennufall annarsvegar og vonbrigði hinsvegar.  Fréttaritarar Stykkíshólms-Póstins voru á vettvangi og brast á með miklu klappi og fagnaðarlátum á Hótel Stykkishólmi í herbúðum D-listafólks þegar lokatölur voru kynntar.

Meira..»