Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Nýlegt

Dönsku dagarnir í Stykkishólmi 2006

Þá eru Dönsku dagarnir liðnir og tókst hátíðin vel að mati aðstandenda.  Talið er að um 4000 manns hafi verið í bænum þegar mest var.  Skv. upplýsingum lögreglu gekk hátíðin vel og áfallalaust.

Meira..»

Höfrungur strandar við Stykkishólm

Mánudaginn 21. ágúst kom Valgerður Laufey Guðmundsdóttir auga á strandaðan höfrung við Móvík austan Stykkishólms og tilkynnti það áhaldahúsinu. Bogi og Hermann brugðu sér á staðinn og kölluðu Náttúrustofuna sömuleiðis út. Um var að ræða u.þ.b. 180 cm langan hnýðingstarf en hnýðingar eru algengastir höfrunga við Ísland.

Meira..»

Skilafrestur framlengdur

Einhver miskilningur kom upp varðandi skilafrestinn í ljósmyndakeppninni og því var ákveðið að framlengja hann til lokunar ráðhússins á morgun fimmtudag.  Óþarft að minna á að stafræn myndavél er í verðlaun af gerðinni NIkon Coolpix 7600 frá Bræðrunum Ormsson. 

Meira..»

Hafþór Helgi Einarsson fertugur

Hafþór Einarsson trésmiður er fertugur í dag.  Hann er uppalinn í Lágholtinu hjá Einari og Rósu en tók upp á því að flytja suður þar sem hann býr nú. Hafþór ákvað að fagna afmælinu í útlöndum og sendir Stykkishólms-Pósturinn honum afmæliskveðju.     

Meira..»