Nýlegt

Að loknu Norðurlandamóti

Eins og væntanlega flestir þeir sem fylgjast með körfunni vita þá lauk Norðurlandamóti karla í körfunni um helgina.  Ísland lenti þar í 4 sætinu og geta menn varla verið sáttir við það og vonandi að Evrópukeppnin í september gangi betur.

Meira..»

Ísland 48- Finnland 72

Gunnhildur og  stallsystur hennar spiluð fyrsta leikinn í dag í Evrópukeppninni U16 ára.  Þær spiluð gegn gestgjöfunum Finnum og töpuðu eins og tölurnar hér að ofan sýna.  Gunnhildur var í byrjunarliðinu og spilaði í 15 mín, skoraði 6 stig og tók 2 fráköst.  Nánari tölfræði hér.

Meira..»

Ísland -Noregur

Leikur Íslands og Noregs er nú í gangi á Norðurlandamótinu og var staðan 23-19 þegar síðast fréttist.  Hlynur var aftur í byrjunarliðinu.  Sjá vef KKÍ hér fyrir neðan.  Lokatölur 90-69 fyrir Ísland.
Hlynur spilaði rúmar 23 mín skoraði 3 stig og tók 11fráköst.  Siggi spilaði rúmar 4 mín og nýtti þær vel hitti úr öllum skotum sínum (2/2 og 3/4 víti) nema einu og skoraði 7 stig og tók 2 fráköst.

Meira..»

Bætur til skelbáta óbreyttar

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf nýverið út þrjár reglugerðir varðandi fiskveiðar á fiskveiðiárinu 2006-'07.  Ein þeirra fjallar um sérstaka úthlutun til báta sem  orðið hafa fyrir skerðingu á veiðiheimildum í hörpudiski og innfjarðarækju.  Þar kemur fram að bætur þessara báta verða óbreyttar í þorskígildum reiknað á næsta fiskveiðiári að bátum í Arnarfirði undanskildum.

Meira..»

Fylgstu með körfunni

Norðurlandamótið hjá Sigga og Hlyni og karlalandsliðinu er hér.
Gunnhildur Gunnars og U-16 á b-Evrópukeppninni hér. Á þessum vef eru ,,live" lýsingar af leikjum b-keppninnar.  Stelpurnar blogga líka á  http://www.blog.central.is/u16.
Fyrsti leikur Íslands er kl.17:15 að íslenskum tíma föstudaginn 4.ágúst.
Körfuknattleikssambandið er reglulega með tíðindi á sínum vef.

Meira..»