Föstudagur , 16. nóvember 2018

Nýlegt

Fyrstu tölur

Einhver bið verður á fyrstu tölum úr Stykkishólmi, nú þegar þetta er skrifað kl.23:17 þá var talning að hefjast.  Ekki fékkst upp gefið hvenær von væri á fyrstu tölum.  En þær koma hér ásamt viðbrögðum frambjóðenda um leið og þær hafa borist Stykkishólms-Póstinum

Meira..»

Tíðindi af kosningum

Samkvæmt heimasíðu Stykkishólms höfðu 160 kosið af 798 á kjörskrá kl.13.  Tíðindi af kjörsókn berast reglulega inn á heimasíðu Stykkishólms og því hægt að fylgjast vel með þar.

Meira..»

Af fundi L-lista

Það var þokkaleg mæting á fund L-lista í kvöld Stykkishólms-Pósturinn treystir sér þó ekki til að nefna neinar tölur, því bæði framboðin virðist fá all verulega í hnén þegar tölur eru annars vegar. 

Meira..»

L-listinn með opinn fund

Heldur hefur hitnað í kolunum nú síðustu daga í  kosningamálunum.  Nú hefur L-listinn boðað til opins fundar í kvöld kl. 21 í sal Hótels Stykkishólms.  Fundurinn kemur sem framhald af orðaskiptum framboðanna um fjármál bæjarsjóðs.   

Meira..»

Tvö töp hjá U16 ára landsliðinu

Gunnhildur og stallsystur hennar í landsliðinu hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð.  Þær hófu leik gegn Dönum á miðvikudaginn sem þær töpuðu 43-59.  Í dag töpuðu þær svo stórt gegn Svíum 34-74.  Sjá má nánar um úrslit á http://www.basket.se/t1.asp?p=104847 og ef einhver vill fylgjast með í beinni meðan á leik stendur þá er þetta slóðin http://smartstat.svenskidrott.se/netcasting/.  Stelpurnar leika tvo leiki á morgun föstudag, gegn Noregi kl.9 að sænskum tíma(kl.7 að ísl.tíma) og gegn Finnum kl.21:00 að sænskum tíma.

Meira..»

Gunnhildur á Norðurlandamóti

Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfelli leikur nú með 16.ára landsliði kvenna í körfubolta, á Norðurlanda-mótinu sem hefst í dag í Stokkhólmi.  Fyrsti leikurinn hjá stelpunum er kl.18:00 í dag gegn Dönum og verður örugglega erfiður því þær koma til Svíþjóðar í dag. 

Meira..»