Nýlegt

Stofnfundur bæjarmálafélags

Mánudaginn 19. júní boðaði áhugafólk um félagshyggjuframboð í Stykkishólmi, L-listinn til formlegs stofnfundar um samtök í kringum framboðið. 

Meira..»

17.júní

Lýðveldisdagurinn var haldinn hátíðlegur í þuru og mildu veðri á laugardaginn.  Lúðrasveitin hóf formlegu hátíðahöldin með því að marsera frá gamla Grunnskólanum niður Skólastíginn, Hafnargötuna og upp Aðalgötu í Hólmgarð.  Það voru fjölmargir sem skelltu sér í skrúðgönguna og mátti mannskapurinn hafa sig allan við að halda við lögregluna og lúðrasveitina  sem voru í fararbroddi.

Meira..»

FH-ingar lagðir

Strákarnir í 5.flokki í fótboltanum spiluðu gegn knattspyrnustórveldinu FH á þriðjudaginn og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í báðum leikjum. 

Meira..»

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var í dag í fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsinu.  Þar var m.a. gengið frá skipan í nefndir og ráð, kjör forseta bæjarstjórnar og ráðning nýs bæjarstjóra 

Meira..»

Stykkishólmshöfn fær Bláfánann

Bæjarbúar og þá ekki hvað síst starfsmenn Stykkishólmshafnar geta verið stoltir af höfninni því fjórða árið í röð stóðst höfnin ítrustu kröfur sem settar eru til að hljóta Bláfanann.  Þann 9.júní kom fullrúi Landverndar og afhenti Stykkishólmshöfn formlega Bláfánann fyrir árið 2006. 

Meira..»

Gangstéttir teknar í gegn

Starfsmenn bæjarins voru á fullu við að steypa gangstéttina á þeim kafla Aðalgötunnar sem fyrst var lagður bundnu slitlagi ef það er hægt að segja sem svo, því kaflinn var í raun steyptur á sínum tíma. 

Meira..»