Nýlegt

Enginn sameiginlegur framboðsfundur

Að höfðu samráði beggja framboða hefur verið ákveðið að vegna þegar auglýstra viðburða í Stykkishólmi dagana 22.-27.maí verði ekki sameiginlegur framboðsfundur að þessu sinni.
Bæjarbúum er bent á að hægt er að fá upplýsingar um stefnumál listanna á kosningaskrifstofum þeirra daglega fram til kjördags.

                f.h. D-lista                                    fh. L-lista
        Gretar D. Pálsson                            Lárus Ástmar Hannesson
 
                                                                                                Fréttatilkynning    

Meira..»

Danskir dagar

Nefnd danskra daga hefur nú fengið nýtt símanúmer og einnig er komið netfang fyrir danska daga.  Netfangið er  danskir@anok.is  síminn er 898 1477. Verið er að hóa saman í nefnd og mun hún halda sinn fyrsta fund fljótlega.

Meira..»

Fimm fiskar fegraðir

Og hvað eru mörg f í því.  Hann  var vígalegur með sköfuna hann Sumarliði Árnason, eigandi veitingahússins Fimm fiska, þar sem hann skóf gluggana á veitingahúsinu.  Sumarliði vinnur nú að því að skafa málinguna af húsinu að utan og mála það upp á nýtt

Meira..»

Sterkir heimamenn í Snæfelli

Það er ekki slæmt hjá um 1170 íbúa byggðalagi að vera með hóp upp á 16-18 manns í körfunni og það allt heimamenn.  Ekki hefur liðið heldur lækkað,  tíu leikmenn eru 190cm og þar fyrir ofan og þar af fjórir um og yfir tvo metra. 

Meira..»

Tímamót hjá Tónlistarskóla Stykkishólms í dag

Nú er senn að ljúka viðburðaríku skólaári hjá tónlistarskólanum.  Nálægt 120 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og 5 kennarar kennt auk skólastjóra.  Framundan eru árlegir vortónleikar og svo skólaslit, eins og sjá má í auglýsingu hér í blaðinu.

Meira..»