Nýlegt

L-listinn kominn með vefsíðu

Framboð félagshyggjufólks í Stykkishólmi, L-listinn, hefur nú opnað vefsíðu þar sem er að finna allar upplýsingar um framboðið ásamt greinaskrifum sem birst hafa í fjölmiðlum.  Sjá hér.

Meira..»

Bæjarstjórinn og kjörin

Já L-lista fólkið kom með óvænt útspil með Jóhannes Finn sem bæjarstjóraefni.  Og þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir varðandi ráðningarsamning nýs bæjarstjóra.  En ráðningarsamningar bæjarstjóra hér í bæ var einmitt að örlitlu deilu efni á síðum Sth.-Póstsins hér í vor.

Meira..»

Jóhannes Finnur Halldórsson bæjarstjóraefni L-lista

L-listinn framboð félagshyggjufólks í Stykkishólmi kynnti stefnuskrá sína og það sem margir hafa beðið eftir með óþreyju, bæjarstjóraefni sitt á fundi í Fimm fiskum í dag.  Það reyndist vera Jóhannes Finnur Halldórsson sem starfaði hér sem bæjarritari á árunum 1988-1992.  

Meira..»

Bæjarstjóraefni L-listans

Miklar spekúlasjónir hafa verið í Hólminum undanfarið hver sé bæjarstjóraefni L-listans.  Þar hafa mörg nöfn verið nefnd og allt eru það einstaklingar sem ekki búa í Hólminum.  Aðeins einn af þeim einstaklingum sem nefndur hefur verið hefur sést hér í bænum.  Þau mega eiga það L-listafólkið að þau kunna að þaga yfir leyndarmáli. 

Meira..»

Gallerí Lundi hefur starfsemi

Félag handverksfólks í Stykkishólmi opnar Gallerí Lunda í dag en það er staðsett í Lionshúsinu við Frúarstíg.  Það er opið alla daga frá klukkan 12:30-18:00 og eftir samkomulagi því það er opnað ef gestir og gangandi eru á ferðinni í Hólminum utan opnunartíma og langar til að skoða það sem þar er.

Meira..»

Hverfafundir í Stykkishólmi

Umhverfishópur Stykkishólms fundaði á þriðjudagskvöldið á Ráðhúsloftinu og þar voru m.a. skipulagðir hverfafundir sem verða í bænum í sumar.  En slíkt var einnig gert 2004 með góðum árangri.

Meira..»