Nýlegt

Eivor siglir til Finnlands

Það var skrýtin tilfinning að sjá gamla Baldur, sem nú heitir Eivor, leggja frá Stykkishólmshöfn um fjögurleitið í dag.  Finnskur fáni blakti á hún skipsins og að sögn finnska skipstjórans liggur fyrir þeim 7 daga sigling til Finnlands ef veður helst gott.

Meira..»

Ferðaþjónustumál og atvinnumál flytjast frá Eflingu til Stykkishólmsbæjar.

Aðalfundur Eflingar var haldinn í dag og var ágæt mæting á fundinn. Flutt var skýrsla stjórnar og reikningar félagsins og farið yfir framkvæmd Dönsku daganna.  Höfðu Sæþór Þorbergsson og Magnús Ingi Bæringsson sætaskipti í stjórn, en að öðru leiti er aðalstjórn óbreytt.  Berglind Þorbergsdóttir kom inn í varastjórn en út fór Hildibrandur Bjarnason. 

Meira..»

Er bensínverð of hátt í Stykkishólmi?

Samgönguráðherra boðar til fundar um bensínverð í Stykkishólmi á Bensínstöðinni kl.18 í dag.  Eins og allir muna þá náði bensínverðið hæstu hæðum í síðustu viku þegar það fór yfir 119 krónurnar.

Meira..»

Frítt til Finnlands

Sæferðir hafa ákveðið að bjóða Hólmurum frítt með til Finnlands þegar gamla Baldri verður siglt þangað í dag.  Lagt verður af stað kl.16 og eru allir þeir sem ætla að stökkva á þetta skemmtilega boð beðnir um að drífa sig niður á bryggju og skrá sig.

Meira..»

Hvert voru bátarnir að fara?

Það vakti athygli bæjarbúa smábátaumferðin á götum bæjarins. Þegar betur var að gáð fóru þeir niður á höfn, en inn í eða upp á annan bát!!  Blaðamaður Stykkishólms-Póstsins spurði Óskar Guðmundsson þetta hverju sætti...

Meira..»