Föstudagur , 16. nóvember 2018

Nýlegt

Siglingamenn kjósa stjórn

Formlegur stofnfundur siglingadeildar Snæfells var á sunnudaginn 30.maí.   Guðbrandur Björgvinsson og Sigurjón Jónsson kynntu hugmyndir sínar um starfsemi siglingadeildarinnar og væntanlega aðstöðu hennar í Vogsbotninum ef samþykki allra landeigenda næst um það.

Meira..»

Snæfellingar við það að ráða þjálfara

Daði og félagar í stjórn meistarflokks Snæfells í körfunni eru á góðri leið með að landa nýjum þjálfara.  Samkvæmt heimildum þá er þetta spurning um örfáa daga þar til allt er klárt.  Daði vinnur greinilega samkvæmt textanum góða „láttu Hólminn heilla þig“ því það sást til hans á rúntinum með þjálfarann um bæinn í dag og fór hann víða. 

Meira..»

Gamlir blakarar gera það gott

Gömlu karlarnir og gömlu konurnar sem æfa blak í Snæfelli tóku þátt í öldungamóti Blaksambandsins í Snæfellsbæ og Grundarfirði um síðustu helgi.

Meira..»

Gunnhildur valin í U-16 landsliðið

Gunnhildur Gunnarsdóttir komst alla leið í 12 manna landsliðshópinn í U-16 ára landsliði kvenna sem mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Stokkhólmi síðar í þessum mánuði. 

Meira..»